Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mið 16. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Berglind Björg: Mikið af fólki að tala um leikinn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Breiðablik mætir PSG á Kópavogsvelli klukkan 18:30 en PSG er annað stærsta liðið í Frakklandi.

Berglind er markahæst í Meistaradeildinni til þessa en hún er með 9 mörk ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

„Þetta er ástæðan fyrir að maður er í fótbolta. Maður vill spila eins mikið og maður getur og hvað þá svona stóra leiki. Þetta er geggjað," sagði Berglind við Fótbolta.net.

„Ég er búin að bíða spennt eftir þessum leik og allt liðið. Við verðum tilbúnar.. Við ætlum að gera okkar besta og förum í leikinn til þess að vinna, það er markmiðið."

„Þær eru með frábæra leikmenn en við mætum vel undirbúnar og lokum á hættulegustu póstana hjá þeim. Við tókum fund í gær og annar fundur á eftir, þær eru mjög góðar."


Berglind býst við góðri mætingu á leikinn en mikil umfjöllun hefur verið um þennan stórslag.

„Ég býst fastlega við því og mikið af fólki að tala um leikinn og fjalla um hann þannig ég býst við að stúkan verði full," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner