Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mán 17. maí 2021 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld þegar fjórða umferð Pepsi Max deildar karla lauk.

Jafnræði var með liðunum lengst af en það var Ágúst Eðvald Hlynsson sem skildi á milli. Hann skoraði tvö fyrstu mök FH og lagði upp það síðasta fyrir Steven Lennon.

„Ótrúlega sáttur með að hafa landað þessum þremur punktum og bara mjög ánægður," sagði maður leiksins eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

Ágúst var potturinn og pannan í sóknarleik FH í þessum leik en hann, eins og áður sagði, kom að öllum mörkum FH í leiknum.

„Mér fannst ég bara hjálpa liðinu mikið í dag, bæði með bolta og án bolta og alltaf gaman að geta skorað og hjálpað liðinu að landa þremum punktum."

Ágúst skoraði bæði tímabilið 2019 og 2020 fjögur mörk í deildinni og er núna búin að jafna þann árangur eftir aðeins fjóra leiki.

„Æfði mjög vel í Danmörku og er að bæta mig þvílíkt sem fótboltamaður og vonandi getur maður haldið áfram að hjálpa liðinu svona."

Aðspurður um muninn á hlutverki sínu hjá FH og hlutverkinu sem hann hafði hjá Víkingum hafði Ágúst þetta að segja.
„Já ég myndi segja að ég væri töluvert ofar og kannski aðeins frjálsara hlutverk án bolta en annars ekker svo rosalega öðruvísi."

Ágúst er á láni frá Horsens út júní mánuð en ekkert hefur verið rætt um möguleika á áframhaldi.
„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt."

Ef staðan kæmi upp að honum yrði boðið að klára tímabilið með FH segist Ágúst alveg hafa áhuga á því.
„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim."

Nánar er rætt við Ágúst Eðvald í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner