Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   mán 17. maí 2021 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld þegar fjórða umferð Pepsi Max deildar karla lauk.

Jafnræði var með liðunum lengst af en það var Ágúst Eðvald Hlynsson sem skildi á milli. Hann skoraði tvö fyrstu mök FH og lagði upp það síðasta fyrir Steven Lennon.

„Ótrúlega sáttur með að hafa landað þessum þremur punktum og bara mjög ánægður," sagði maður leiksins eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

Ágúst var potturinn og pannan í sóknarleik FH í þessum leik en hann, eins og áður sagði, kom að öllum mörkum FH í leiknum.

„Mér fannst ég bara hjálpa liðinu mikið í dag, bæði með bolta og án bolta og alltaf gaman að geta skorað og hjálpað liðinu að landa þremum punktum."

Ágúst skoraði bæði tímabilið 2019 og 2020 fjögur mörk í deildinni og er núna búin að jafna þann árangur eftir aðeins fjóra leiki.

„Æfði mjög vel í Danmörku og er að bæta mig þvílíkt sem fótboltamaður og vonandi getur maður haldið áfram að hjálpa liðinu svona."

Aðspurður um muninn á hlutverki sínu hjá FH og hlutverkinu sem hann hafði hjá Víkingum hafði Ágúst þetta að segja.
„Já ég myndi segja að ég væri töluvert ofar og kannski aðeins frjálsara hlutverk án bolta en annars ekker svo rosalega öðruvísi."

Ágúst er á láni frá Horsens út júní mánuð en ekkert hefur verið rætt um möguleika á áframhaldi.
„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt."

Ef staðan kæmi upp að honum yrði boðið að klára tímabilið með FH segist Ágúst alveg hafa áhuga á því.
„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim."

Nánar er rætt við Ágúst Eðvald í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner