Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 17. maí 2021 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld þegar fjórða umferð Pepsi Max deildar karla lauk.

Jafnræði var með liðunum lengst af en það var Ágúst Eðvald Hlynsson sem skildi á milli. Hann skoraði tvö fyrstu mök FH og lagði upp það síðasta fyrir Steven Lennon.

„Ótrúlega sáttur með að hafa landað þessum þremur punktum og bara mjög ánægður," sagði maður leiksins eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

Ágúst var potturinn og pannan í sóknarleik FH í þessum leik en hann, eins og áður sagði, kom að öllum mörkum FH í leiknum.

„Mér fannst ég bara hjálpa liðinu mikið í dag, bæði með bolta og án bolta og alltaf gaman að geta skorað og hjálpað liðinu að landa þremum punktum."

Ágúst skoraði bæði tímabilið 2019 og 2020 fjögur mörk í deildinni og er núna búin að jafna þann árangur eftir aðeins fjóra leiki.

„Æfði mjög vel í Danmörku og er að bæta mig þvílíkt sem fótboltamaður og vonandi getur maður haldið áfram að hjálpa liðinu svona."

Aðspurður um muninn á hlutverki sínu hjá FH og hlutverkinu sem hann hafði hjá Víkingum hafði Ágúst þetta að segja.
„Já ég myndi segja að ég væri töluvert ofar og kannski aðeins frjálsara hlutverk án bolta en annars ekker svo rosalega öðruvísi."

Ágúst er á láni frá Horsens út júní mánuð en ekkert hefur verið rætt um möguleika á áframhaldi.
„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt."

Ef staðan kæmi upp að honum yrði boðið að klára tímabilið með FH segist Ágúst alveg hafa áhuga á því.
„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim."

Nánar er rætt við Ágúst Eðvald í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner