Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 17. september 2023 22:21
Anton Freyr Jónsson
Jökull: Eitthvað sem við verðum að passa upp á
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Kaflaskiptur. Margt mjög gott og svo eru líka fullt af hlutum sem við getum gert betur og það verður spennandi að leggjast og vinna í því," sagði jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Val á Origovellinum fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Stjarnan

„Við tókum yfir og stýrðum þessu og köstum við því svolítið frá okkur. Förum mikið í langa bolta og svona gefum svolítið stjórnina frá okkur og það er eitthvað sem við þurfum að passa uppá."

„Seinni hlutinn af fyrri hálfleik ekkert sérstakur en svo aftur hérna í seinni hálfleik finnst mér við aftur taka yfir og skapa góð færi."

Stjarnan var í leit að jöfnunarmarkinu undir lokin en fékk svo mark á sig úr skyndisókn alveg undir lokin.

„Þetta var síðasta momentið í leiknum þannig það skiptir engu máli. En leiðinlegt að fá á sig mark en upp á leikinn skipti þetta engu máli. Auðvitað bara svekkjandi að gera meira úr því góða sem við gerðum í dag."
Athugasemdir
banner
banner