„Kaflaskiptur. Margt mjög gott og svo eru líka fullt af hlutum sem við getum gert betur og það verður spennandi að leggjast og vinna í því," sagði jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Val á Origovellinum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Stjarnan
„Við tókum yfir og stýrðum þessu og köstum við því svolítið frá okkur. Förum mikið í langa bolta og svona gefum svolítið stjórnina frá okkur og það er eitthvað sem við þurfum að passa uppá."
„Seinni hlutinn af fyrri hálfleik ekkert sérstakur en svo aftur hérna í seinni hálfleik finnst mér við aftur taka yfir og skapa góð færi."
Stjarnan var í leit að jöfnunarmarkinu undir lokin en fékk svo mark á sig úr skyndisókn alveg undir lokin.
„Þetta var síðasta momentið í leiknum þannig það skiptir engu máli. En leiðinlegt að fá á sig mark en upp á leikinn skipti þetta engu máli. Auðvitað bara svekkjandi að gera meira úr því góða sem við gerðum í dag."
Athugasemdir