Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 18. september 2021 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvíkingar fengu Völsung í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar lokaumferð 2.deildar karla fór fram nú í dag.

Njarðvíkingar sem höfðu lengi verið með í toppbaráttunni í sumar áttu ekki lengur séns um að fara upp um deild en gestirnir frá Húsavík voru í bullandi séns en þurftu þó að treysta á hagstæð úrslit.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Völsungur

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Völsungi 0-1 og enduðu mótið um miðja deild.

„Þetta var ágætis leikur hjá okkur en við náum ekki að skora. Fengum ágætis færi en ég held við hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora." Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Njarðvíkingum var spáð góðu gengi í sumar og var spáð því að þeir myndu fara upp með Þrótti Vogum en sú varð ekki raunin.
„Bara vonbrigði. Við ætluðum okkur meira en þetta og stefnan var að fara upp og mér fannst við vera með fínt lið til að gera það en það tókst ekki og bara vonbrigði."

Hólmar Örn staðfesti einnig að hann og Bjarni Jóhannesson verði áfram hjá Njarðvík en gerir ekki ráð fyrir því að Guðmundur Steinarsson verði með þeim í teyminu næsta sumar.
„Já ég reikna með því. - Ég reikna ekki með Guðmundi áfram en vonandi verður hann áfram hérna í félaginu en Bjarni mun vera hérna áfram og við verðum saman.

Viðtalið má sjá í heild hérna í spilaranum fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner