Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 18. september 2021 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvíkingar fengu Völsung í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar lokaumferð 2.deildar karla fór fram nú í dag.

Njarðvíkingar sem höfðu lengi verið með í toppbaráttunni í sumar áttu ekki lengur séns um að fara upp um deild en gestirnir frá Húsavík voru í bullandi séns en þurftu þó að treysta á hagstæð úrslit.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Völsungur

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Völsungi 0-1 og enduðu mótið um miðja deild.

„Þetta var ágætis leikur hjá okkur en við náum ekki að skora. Fengum ágætis færi en ég held við hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora." Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Njarðvíkingum var spáð góðu gengi í sumar og var spáð því að þeir myndu fara upp með Þrótti Vogum en sú varð ekki raunin.
„Bara vonbrigði. Við ætluðum okkur meira en þetta og stefnan var að fara upp og mér fannst við vera með fínt lið til að gera það en það tókst ekki og bara vonbrigði."

Hólmar Örn staðfesti einnig að hann og Bjarni Jóhannesson verði áfram hjá Njarðvík en gerir ekki ráð fyrir því að Guðmundur Steinarsson verði með þeim í teyminu næsta sumar.
„Já ég reikna með því. - Ég reikna ekki með Guðmundi áfram en vonandi verður hann áfram hérna í félaginu en Bjarni mun vera hérna áfram og við verðum saman.

Viðtalið má sjá í heild hérna í spilaranum fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner