Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 19. júlí 2021 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er virkilega sáttur, við vorum fínir í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá strákunum og fannst mér við vera töluvert, töluvert betri aðilinn sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Sterkur heimavöllur
Leiknir hefur nú fengið sextán af sautján stigum sínum á heimavelli. Er það tvennt ólíkt að spila á Domusnovavellinum og á útivelli?

„Þetta er það að einhverju leyti. Mér hefur fundist nokkrar frammistöður á útivelli vera það góðar að þær hefðu átt að skila okkur stigum. Þetta hefur fallið svona. Ég held að þessi heimavöllur sé virkilega sterkur og við ætlum að halda því þannig."

Dagur kom til baka - Hjalti ótrúlegur
Hjalti Sigurðsson og Dagur Austmann koma inn í liðið. Hvað koma þeir með inn í liðið?

„Dagur var búinn að vera einn af okkar bestu mönnum áður en hann meiðist. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur með frábært hugarfar. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fá frá Hjalta, hann til dæmis hefur mörk í sér eins og hann sýndi í dag, er frábær karakter og smellpassar inn í þetta hjá okkur."

Hjalti skoraði í dag og er með því orðinn næstmarkahæstur í liðinu með eitt mark í sumar.

„Já, já, hann á eftir að skora fleiri. Hann er ótrúlegur," sagði Siggi og hló.

Einn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins
Emil Berger var virkilega góður á miðjunni hjá Leikni í dag og hefur verið góður á leiktíðinni. Var þetta leikmaður sem Siggi sá fyrir tímabilið að hann þyrfti að fá inn í liðið?

„Já, ég vildi fá leikmann sem var með reynslu og leikmann sem gæti stækkað völlinn fyrir okkur með þessum spyrnum. Við skoðuðum hann virkilega vel og hann hafði náttúrulega reynslu af því að spila á Íslandi. Ég held að þetta hljóti að vera einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni," sagði Siggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner