Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 19. júlí 2021 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er virkilega sáttur, við vorum fínir í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá strákunum og fannst mér við vera töluvert, töluvert betri aðilinn sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Sterkur heimavöllur
Leiknir hefur nú fengið sextán af sautján stigum sínum á heimavelli. Er það tvennt ólíkt að spila á Domusnovavellinum og á útivelli?

„Þetta er það að einhverju leyti. Mér hefur fundist nokkrar frammistöður á útivelli vera það góðar að þær hefðu átt að skila okkur stigum. Þetta hefur fallið svona. Ég held að þessi heimavöllur sé virkilega sterkur og við ætlum að halda því þannig."

Dagur kom til baka - Hjalti ótrúlegur
Hjalti Sigurðsson og Dagur Austmann koma inn í liðið. Hvað koma þeir með inn í liðið?

„Dagur var búinn að vera einn af okkar bestu mönnum áður en hann meiðist. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur með frábært hugarfar. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fá frá Hjalta, hann til dæmis hefur mörk í sér eins og hann sýndi í dag, er frábær karakter og smellpassar inn í þetta hjá okkur."

Hjalti skoraði í dag og er með því orðinn næstmarkahæstur í liðinu með eitt mark í sumar.

„Já, já, hann á eftir að skora fleiri. Hann er ótrúlegur," sagði Siggi og hló.

Einn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins
Emil Berger var virkilega góður á miðjunni hjá Leikni í dag og hefur verið góður á leiktíðinni. Var þetta leikmaður sem Siggi sá fyrir tímabilið að hann þyrfti að fá inn í liðið?

„Já, ég vildi fá leikmann sem var með reynslu og leikmann sem gæti stækkað völlinn fyrir okkur með þessum spyrnum. Við skoðuðum hann virkilega vel og hann hafði náttúrulega reynslu af því að spila á Íslandi. Ég held að þetta hljóti að vera einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni," sagði Siggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir