Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 19. ágúst 2021 20:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Thelma Björk: Fékk símtal korter fyrir lok á glugganum
Kvenaboltinn
Thelma Björk í leik gegn FH.
Thelma Björk í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður KR, var að vonum sátt með 6-0 sigur gegn Víking R. í kvöld og taldi leikinn fullkominn að þeirra hálfu.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina nánast allan leikinn og það sem ég held að setti svolítið tóninn var að við skoruðum bara þarna á fyrstu mínútu og spiluðum bara í takt við það," sagði Thelma.

Lestu um leikinn: KR 6 -  0 Víkingur R.

Thelma Björk tók skóna af hillunni þegar hún skrifaði undir hjá KR undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna í byrjun 2020.

„Ég fékk bara símtal nánast korter fyrir lok á félagsskiptaglugganum og ég var svona búin með mitt helsta hlaup í sumar, ég er búin að vera í hlaupunum í sumar, og ákvað því bara að taka slaginn. Það var það lítið eftir að það er fínt að fá smá tilbreytingu".

Það var ekki erfitt fyrir Thelmu að segja já en hún hugsaði sig þó aðeins um. „Það er fínt að taka fram takkaskóna og fá að sparka smá í bolta," sagði Thelma.

KR er í mikilli baráttu við FH og Aftureldingu um sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili.

„Markmiðið er alveg skýrt og mér líst vel á framhaldið. Við þurfum bara að fókusera á einn leik í einu og við vitum alveg hvað þarf til að markmiðið náist."

KR mætir Aftureldingu í næsta leik í sannkölluðum toppslag.

„Við þurfum bara að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og spila okkar bolta. Þá vitum við alveg hvað við getum," sagði Thelma Björk að lokum.
Athugasemdir
banner