Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   fim 19. ágúst 2021 20:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Thelma Björk: Fékk símtal korter fyrir lok á glugganum
Thelma Björk í leik gegn FH.
Thelma Björk í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður KR, var að vonum sátt með 6-0 sigur gegn Víking R. í kvöld og taldi leikinn fullkominn að þeirra hálfu.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina nánast allan leikinn og það sem ég held að setti svolítið tóninn var að við skoruðum bara þarna á fyrstu mínútu og spiluðum bara í takt við það," sagði Thelma.

Lestu um leikinn: KR 6 -  0 Víkingur R.

Thelma Björk tók skóna af hillunni þegar hún skrifaði undir hjá KR undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna í byrjun 2020.

„Ég fékk bara símtal nánast korter fyrir lok á félagsskiptaglugganum og ég var svona búin með mitt helsta hlaup í sumar, ég er búin að vera í hlaupunum í sumar, og ákvað því bara að taka slaginn. Það var það lítið eftir að það er fínt að fá smá tilbreytingu".

Það var ekki erfitt fyrir Thelmu að segja já en hún hugsaði sig þó aðeins um. „Það er fínt að taka fram takkaskóna og fá að sparka smá í bolta," sagði Thelma.

KR er í mikilli baráttu við FH og Aftureldingu um sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili.

„Markmiðið er alveg skýrt og mér líst vel á framhaldið. Við þurfum bara að fókusera á einn leik í einu og við vitum alveg hvað þarf til að markmiðið náist."

KR mætir Aftureldingu í næsta leik í sannkölluðum toppslag.

„Við þurfum bara að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og spila okkar bolta. Þá vitum við alveg hvað við getum," sagði Thelma Björk að lokum.
Athugasemdir
banner
banner