Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 19. september 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum drulluheppnir að fá stig. Ég hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik, við vorum það lélegir," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. Arnar var ósáttur með frammistöðu sína manna í leiknum en Eyjamenn voru nær því að landa stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„ÍBV voru miklu betri á öllum sviðum. Þeir voru líkamlega sterkari og fóru í boltann til að vinna. Það var vitað að þeir myndu spila fast. Fótbolti er karlmannsíþrótt og við þurfum að taka á móti þeim. Við gerðum það ekki og vorum undir."

Með jafnteflinu í kvöld er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með titilinn. Ég hefði viljað halda þessari spennu aðeins lengur en við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara þannig," sagði Arnar.

Annað árið í röð tryggir FH sér tititlinn áður en kemur að lokaumferðinni. Hvað þurfa Blikar að gera til að komast nær FH-ingum á næsta ári?

„Við þurfum að vera stöðugari í því sem við erum að gera og nýta færin betur. Eins og í þessum leik, þetta er baráttuleikur og þar finnst mér við vera undir. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik. Það á ekki að vera hægt að valta yfir okkur."

„Flestir strákarnir þarna eru í toppstandi og líkamlega sterkir. Ef það er keyrt í þig þá þarftu að mæta því. Fótbolti er líkamleg íþrótt og menn þurfa að mæta því. FH-ingarnir eru sterkir í því. Þeir eru góðir í að halda bolta og þeir eru líkamlega sterkir. Það er kannski munurinn á þeim og liðunum sem eru að elta þá,"
sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner