Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 19. september 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum drulluheppnir að fá stig. Ég hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik, við vorum það lélegir," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. Arnar var ósáttur með frammistöðu sína manna í leiknum en Eyjamenn voru nær því að landa stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„ÍBV voru miklu betri á öllum sviðum. Þeir voru líkamlega sterkari og fóru í boltann til að vinna. Það var vitað að þeir myndu spila fast. Fótbolti er karlmannsíþrótt og við þurfum að taka á móti þeim. Við gerðum það ekki og vorum undir."

Með jafnteflinu í kvöld er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með titilinn. Ég hefði viljað halda þessari spennu aðeins lengur en við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara þannig," sagði Arnar.

Annað árið í röð tryggir FH sér tititlinn áður en kemur að lokaumferðinni. Hvað þurfa Blikar að gera til að komast nær FH-ingum á næsta ári?

„Við þurfum að vera stöðugari í því sem við erum að gera og nýta færin betur. Eins og í þessum leik, þetta er baráttuleikur og þar finnst mér við vera undir. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik. Það á ekki að vera hægt að valta yfir okkur."

„Flestir strákarnir þarna eru í toppstandi og líkamlega sterkir. Ef það er keyrt í þig þá þarftu að mæta því. Fótbolti er líkamleg íþrótt og menn þurfa að mæta því. FH-ingarnir eru sterkir í því. Þeir eru góðir í að halda bolta og þeir eru líkamlega sterkir. Það er kannski munurinn á þeim og liðunum sem eru að elta þá,"
sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner