Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fim 20. mars 2025 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Icelandair
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var einn af bestu leikmönnum Íslands í 2-1 tapinu gegn Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í Pristina í kvöld, en hann segist afar þakklátur Arnari Gunnlaugssyni fyrir að gefa honum traustið.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Miðjumaðurinn lagði upp eina mark Íslands er hann sendi stórkostlega sendingu í gegn á Orra Stein sem skoraði af einstakri snilld.

Ísak hafði ekki verið fastamaður í liði Åge Hareide, þó hann hafi byrjað síðasta leikinn undir stjórn norska þjálfarans um miðjan nóvember.

Skagamaðurinn er þakklátur Arnari fyrir að gefið honum traustið fyrir þennan leik.

„Jú, mjög ánægður og leið vel inn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila mjög vel á köflum en þeir breyta svo í seinni hálfleik og koma maður á mann á okkur. Við náðum ekki að leysa það nógu vel, en mér leið ótrúlega vel í fyrri hálfleik með Hákoni á miðjunni og vorum að finna sóknarmennina vel. Ég er mjög ánægður og þakklátur að Arnar hafi gefið mér tækifæri og fannst ég leysa það vel,“ sagði Ísak.

Ísak byrjaði með öðrum Skagamanni, Hákoni Arnari Haraldssyni, á miðjunni. Þeir tveir eru auðvitað perluvinir og ólust báðir upp á Akranesi. Þar spiluðu þeir saman í yngri flokkunum og sagði hann þetta hafa verið afar sérstaka upplifun.

„Það er ótrúlega sérstakt og gaman að fá að upplifa það að tveir frá Skaganum séu að spila landsleik saman á miðjunni. Það gerist ekki á hverjum degi. Við vorum að njóta þess og fannst gaman að spila fyrri hálfleikinn. Arnar tekur æfingar á Spáni og það mun taka tíma en við sýndum hvað við erum að reyna að gera í þessum fyrri hálfleik og mér leið mjög vel. Ég lít á fótbolta á mjög svipaðan hátt og Arnar og er ótrúlega spenntur að vinna með honum. Síðan hann kom inn í þetta hefur maður verið eins og lítið barn aftur að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Hann hefur veitt okkur innblástur að gera enn betur,“ sagði Ísak við Fótbolta.net.

Miðjumaðurinn talaði þá um mark Íslands í leiknum. Hann segir stoðsendinguna hafa verið flotta en henti hins vegar öllu hrósi yfir á Orra.

„Ég og Orri erum með mjög góða tengingu síðan við vorum saman í FCK. Ég reyni að leita eins mikið og ég get á hann því hann er ótrúlega góður markaskorari. Já, ég á flotta sendingu, en það er enn fullt sem hann átti eftir að gera svo mikið. Hann fer framhjá markverðinum og skorar með vinstri þaðan er ekki auðvelt og ótrúlega vel gert hjá honum. Hann hefði getað skorað 2-3 í viðbót, þannig hann er alltaf hættulegur þegar hann spilar landsleiki.“

Hvað getur liðið tekið með sér úr þessum leik og yfir í næsta?

„Að taka fyrri hálfleikinn, sem var flottur með boltann og læra af seinni hálfleiknum. Þeir komu maður á mann í seinni og við þurfum að leysa það. Við náðum ekki góðu spili og sóknarköflum. Það er klárlega stærsti parturinn í að gera enn betur á sunnudaginn,“ sagði Ísak enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner