Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   þri 20. september 2022 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð Finnboga: Ekki það að ég var í pásu eða gaf ekki kost á mér
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðið
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru. Hann segist spenntur að vera kominn aftur og vonast til þess að nú geti liðið fundið réttu blönduna til að gera liðið samkeppnishæft á nýjan leik.

Síðasti landsleikur Alfreðs var í 2-1 tapi Íslands við Danmörku í nóvember fyrir tveimur árum.

Meiðsli hans settu stórt strik í reikninginn. Hann átti erfitt með að halda sér heilum og hitti það illa á þegar landsliðsverkefnin fóru fram og þurfti hann því fyrst og fremst að einbeita sér að því að koma sér aftur í stand.

Nú er hann mættur aftur í hópinn og segist hann gríðarlega spenntur fyrir framtíð landsliðsins. Hann er jú einn af okkar bestu leikmönnum og hefur farið á tvö stórmót og því mikilvægt að fá þessa reynslu inn í hópinn.

„Fyrst og fremst er mikil gleði frá minni hlið að vera kominn aftur í hópinn. Það eru tvö ár síðan ég var síðast með landsliðinu og það var ekki það að ég var í pásu eða gaf ekki kost á mér, það er ekki það, heldur var það meira að maður var ekki heill þegar landsliðsverkefnin voru og búið að vera götótt síðustu tvö tímabil."

„Nú er ég ánægður að vera kominn á stað þar sem ég er að spila og líður hrikalega vel. Það er mikilvægt og langar að koma í landsliðið þegar ég er í toppstandi og geta gefið liðinu við því sem ég býst við frá sjálfum mér og er ánægður með stöðuna sem ég er kominn í núna og vera kominn aftur í hópinn,"
sagði Alfreð við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net í Austurríki, en liðið undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Venesúla og Albaníu.

Það hefur margt breyst síðan Alfreð var síðast í hópnum. Hann spilaði síðast undir Erik Hamrén en nú er komið nýtt þjálfarateymi og nýir leikmenn.

„Það eru rosalega miklar breytingar á stuttum tíma og mikið af nýjum andlitum. Maður er orðinn með því elstu og það var ekki staðan síðast, sem er svosem eðlileg þróun, en oft verið talað um að þessar breytingar myndu gera svona fljótt. Þetta var svolítið þvingað, margir sem fóru út á stuttum tíma vegna meiðsla og annarra ástæðna."

„Mér finnst gaman að sjá mig í annarri rullu sem einn af reyndari leikmönnum og fyrst og fremst snýst þetta um að gefa eitthvað innan vallar og vonandi getur maður líka gefið eitthvað utan vallar eins og þegar ég var að byrja í landsliðinu þá voru eldri leikmenn sem maður gat horft til sem voru búnir að harka mikið erlendis og ég er mjög spenntur að takast á við nýja rullu, nýjan þjálfara og nýjar áherslur. Þetta lítur mjög vel út, en ég er eins og nýliði í þessum hóp og það er líka bara gaman."


Fann í sumar hvað hann saknaði þess að spila fyrir Ísland

Alfreð hefur fylgst vel með landsliðinu síðustu tvö ár og í sumar kitlaði það að spila aftur fyrir land og þjóð. Hann setti sér því markmið að koma sér aftur í toppstand til að hjálpa liðinu á nýjan leik.

„Jú, ekki spurning. Maður kannast við þá en ég þekki ekki alla af yngri strákunum. Maður hefur fylgst með þeim og það er rosa mikið 'potential' í þeim. Málið er þegar þú ert að byggja upp viltu hafa rétta mixið af reynslu og yngri leikmönnum og vonandi getum við komið með blöndu sem gerir okkur kleift að gera okkur samkeppnishæfa af því það er vonandi úrslitaleikur í næstu viku og stutt í að unudankeppni hefst. Við getum fengið alla okkar bestu leikmenn sem eru klárir og með reynslu á hæsta stigi til baka en það er ekkert sjálfgefið. Þetta er spennandi og skemmtilegt að vera kominn til baka."

„Ég var búinn að sakna þess og fann það í sumar þegar ég sá leikina með landsliðinu að það var virkilegur vilji í mér að koma mér í stand þannig ég gæti hjálpað landsliðinu. Ég talaði oft við Arnar á þessum tíma og það var alltaf sama spjallið. Mig langaði að komast í landsliðið þegar ég taldi mig líkamlega og andlega geta hjálpað liðinu. Það hefur meira verið líkamlegi hlutinn sem hefur komið í veg fyrir það en nú líður mér gríðarlega vel og sáttur að koma í þetta nýja umhverfi," sagði Alfreð, en hann fer einnig yfir félagaskiptin til Lyngby, tímann í Augsburg og margt fleira í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner