Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   mið 20. september 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
watermark Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Diljá á æfingunni í dag.
Diljá á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spennt fyrir þessu og hlakka til að byrja," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, fyrir verkefninu sem framundan er. Ísland spilar á næstu dögum sína fyrstu leiki í Þjóðadeildinni gegn Wales og Þýskalandi.

„Það er alltaf mjög gaman að koma til Íslands og hitta samlanda sína."

Stelpurnar spila gegn Wales á föstudaginn og það verður eflaust hörkuleikur. „Við höfum mætt þeim áður á þessu ári og við vitum hvað þær geta. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks til þess að ná í þrjú stig og við ætlum að gera það."

Sóknarmannsstaðan virðist vera frekar opin í landsliðinu þessa stundina. Er Diljá að horfa í það?

„Ég vil bara vera inn á vellinum auðvitað, en ég tek því hlutverki sem mér er gefið og geri það eins vel og ég get. Auðvitað er það draumur (að vera í hópnum) og markmiðið er að halda því áfram sem lengst."

Byrjað vel í Belgíu
Diljá er 21 árs framherji sem fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með FH, Stjörnunni og Val á Íslandi. Hún lék þar með Häcken og Norrköping en er núna komin til Belgíu þar sem hún er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Leuven. Hún hefur farið vel af stað og er nú þegar búin að skora þrjú deildarmörk.

„Mér líður mjög vel og það er gaman að spila fótbolta aftur. Ég er með sjálfstraust og ég er að byrja mjög vel. Þetta er flott eins og er. Það eru sömu eigendur og eru hjá Leicester City þannig að það er allt til alls. Þetta er flott félag."

„Kvennaboltinn er að vaxa mjög hratt þarna en þetta er mjög flott og fagmannlegt hjá þeim."

Leuven er á toppnum í belgísku úrvalsdeildinni eftir fjóra leiki með tíu stig. Er þetta sterk deild?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Það eru tvö eða þrjú lið þarna sem eru topplið og geta gefið hvor öðru alvöru leiki. Neðstu liðin eiga smá í land en þetta er að vaxa hratt," segir Diljá en Leuven mun berjast um titilinn á tímabilin, en það er allavega markmiðið.

Hún segir að landsliðið sé að stefna á það að taka sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Vildi aftur fara í fagmannlegra umhverfi - „Miklu frekar peppað mig ef eitthvað er"
Athugasemdir
banner
banner
banner