Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 20. september 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá á æfingunni í dag.
Diljá á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spennt fyrir þessu og hlakka til að byrja," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, fyrir verkefninu sem framundan er. Ísland spilar á næstu dögum sína fyrstu leiki í Þjóðadeildinni gegn Wales og Þýskalandi.

„Það er alltaf mjög gaman að koma til Íslands og hitta samlanda sína."

Stelpurnar spila gegn Wales á föstudaginn og það verður eflaust hörkuleikur. „Við höfum mætt þeim áður á þessu ári og við vitum hvað þær geta. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks til þess að ná í þrjú stig og við ætlum að gera það."

Sóknarmannsstaðan virðist vera frekar opin í landsliðinu þessa stundina. Er Diljá að horfa í það?

„Ég vil bara vera inn á vellinum auðvitað, en ég tek því hlutverki sem mér er gefið og geri það eins vel og ég get. Auðvitað er það draumur (að vera í hópnum) og markmiðið er að halda því áfram sem lengst."

Byrjað vel í Belgíu
Diljá er 21 árs framherji sem fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með FH, Stjörnunni og Val á Íslandi. Hún lék þar með Häcken og Norrköping en er núna komin til Belgíu þar sem hún er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Leuven. Hún hefur farið vel af stað og er nú þegar búin að skora þrjú deildarmörk.

„Mér líður mjög vel og það er gaman að spila fótbolta aftur. Ég er með sjálfstraust og ég er að byrja mjög vel. Þetta er flott eins og er. Það eru sömu eigendur og eru hjá Leicester City þannig að það er allt til alls. Þetta er flott félag."

„Kvennaboltinn er að vaxa mjög hratt þarna en þetta er mjög flott og fagmannlegt hjá þeim."

Leuven er á toppnum í belgísku úrvalsdeildinni eftir fjóra leiki með tíu stig. Er þetta sterk deild?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Það eru tvö eða þrjú lið þarna sem eru topplið og geta gefið hvor öðru alvöru leiki. Neðstu liðin eiga smá í land en þetta er að vaxa hratt," segir Diljá en Leuven mun berjast um titilinn á tímabilin, en það er allavega markmiðið.

Hún segir að landsliðið sé að stefna á það að taka sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Vildi aftur fara í fagmannlegra umhverfi - „Miklu frekar peppað mig ef eitthvað er"
Athugasemdir
banner
banner