Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   þri 21. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur var að vonum nokkuð sáttur eftir 3-0 sigur á liði Aftureldingar í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn litaðist þó nokkuð þó af brottrekstri markvarðar Aftureldingar í fyrri hálfleik sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Sami Kamel í upplögðu marktækifæri í teignum að mati dómara leiksins,

„Við sköpuðum okkur þessar aðstæður með góðri pressu. Mér fannst þetta aldrei í hættu eftir að við erum komnir yfir og þeir orðnir einum færri.“

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Keflavíkurliðið byrjaði leikinn betur án þess þó að skapa sér afgerandi færi til að tala um. Um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn sagði Frans.

„Við ætluðum að nýta okkur að völlurinn er kannski ekkert sérstakur og þeir eru svona lið sem vilja spila boltanum út frá markinu og við refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu “

Keflavík sótti sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Hver var munurinn á liðinu í kvöld miðað við í fyrri umferðum?

„Mér fannst við bara ná að hrista af okkur þessa byrjun og einbeta okkur að því að spila fótbolta sem lið. Vera kraftmiklir og spila boltanum einfalt og hafa gaman að því að vera í fótbolta.“

Frans átti fínan leik á miðju Keflavíkur í dag og var óheppinn að skora ekki þegar bylmingsskot hans small í þverslánni. Vildi hann sýna alvöru frammistöðu í kvöld eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarsigri Keflavíkur á ÍA á dögunum sem hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fyrr í dag.

„Já ég myndi alveg segja það. Ég frétti fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í hálfgerðu sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því, þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner