Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 21. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur var að vonum nokkuð sáttur eftir 3-0 sigur á liði Aftureldingar í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn litaðist þó nokkuð þó af brottrekstri markvarðar Aftureldingar í fyrri hálfleik sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Sami Kamel í upplögðu marktækifæri í teignum að mati dómara leiksins,

„Við sköpuðum okkur þessar aðstæður með góðri pressu. Mér fannst þetta aldrei í hættu eftir að við erum komnir yfir og þeir orðnir einum færri.“

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Keflavíkurliðið byrjaði leikinn betur án þess þó að skapa sér afgerandi færi til að tala um. Um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn sagði Frans.

„Við ætluðum að nýta okkur að völlurinn er kannski ekkert sérstakur og þeir eru svona lið sem vilja spila boltanum út frá markinu og við refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu “

Keflavík sótti sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Hver var munurinn á liðinu í kvöld miðað við í fyrri umferðum?

„Mér fannst við bara ná að hrista af okkur þessa byrjun og einbeta okkur að því að spila fótbolta sem lið. Vera kraftmiklir og spila boltanum einfalt og hafa gaman að því að vera í fótbolta.“

Frans átti fínan leik á miðju Keflavíkur í dag og var óheppinn að skora ekki þegar bylmingsskot hans small í þverslánni. Vildi hann sýna alvöru frammistöðu í kvöld eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarsigri Keflavíkur á ÍA á dögunum sem hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fyrr í dag.

„Já ég myndi alveg segja það. Ég frétti fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í hálfgerðu sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því, þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir