Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 21. júní 2022 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ekki góð en við erum einhvern veginn á þannig stað að við vorum að mínu viti, sérstaklega í seinni hálfleik, töluvert betra liðið hérna í dag. Mér fannst við orkumiklir, góðir og settum þá í allskonar vandræði. Við hefðum þurft að skapa örlítið fleiri færi en trúin í liðinu var heldur betur til staðar. Ég er stoltur af þessari frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Þegar Leiknismenn komust í tækifæri á að gera góða hluti við vítateig Vals endaði sóknin oft á skoti sem fór vel framhjá eða yfir mark Vals.

„Já, ég vil fá þessi skot á rammann. Við hefðum þurft að vera örlítið beittari í kringum boxið. Það er erfitt einhvern veginn að æfa það eitthvað en það sem við æfum og það sem við gerum finnst mér við líta helvíti vel út í dag."

Leiknir fékk stig gegn FH í síðasta leik. Er Siggi ánægður í heild sinni með þessa tvo leiki eftir landsleikjahlé?

„Virkilega, sérstaklega í dag. Í FH leiknum fannst mér andinn ofboðslega góður, við vorum kannski ekkert frábærir en heilt yfir var það mjög fín frammistaða. Mér fannst við ofboðslega góðir á mörgum köflum í þessum leik. Við viljum ekki vera alltaf að segja að þetta var góð frammistaða og við hefðum átt að vinna og eitthvað svona en ef við gerum það ekki í dag þá er það skrítið. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik, fannst við hrikalega flottir og þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner