Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 21. júní 2022 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ekki góð en við erum einhvern veginn á þannig stað að við vorum að mínu viti, sérstaklega í seinni hálfleik, töluvert betra liðið hérna í dag. Mér fannst við orkumiklir, góðir og settum þá í allskonar vandræði. Við hefðum þurft að skapa örlítið fleiri færi en trúin í liðinu var heldur betur til staðar. Ég er stoltur af þessari frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Þegar Leiknismenn komust í tækifæri á að gera góða hluti við vítateig Vals endaði sóknin oft á skoti sem fór vel framhjá eða yfir mark Vals.

„Já, ég vil fá þessi skot á rammann. Við hefðum þurft að vera örlítið beittari í kringum boxið. Það er erfitt einhvern veginn að æfa það eitthvað en það sem við æfum og það sem við gerum finnst mér við líta helvíti vel út í dag."

Leiknir fékk stig gegn FH í síðasta leik. Er Siggi ánægður í heild sinni með þessa tvo leiki eftir landsleikjahlé?

„Virkilega, sérstaklega í dag. Í FH leiknum fannst mér andinn ofboðslega góður, við vorum kannski ekkert frábærir en heilt yfir var það mjög fín frammistaða. Mér fannst við ofboðslega góðir á mörgum köflum í þessum leik. Við viljum ekki vera alltaf að segja að þetta var góð frammistaða og við hefðum átt að vinna og eitthvað svona en ef við gerum það ekki í dag þá er það skrítið. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik, fannst við hrikalega flottir og þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner