Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 21. júní 2022 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ekki góð en við erum einhvern veginn á þannig stað að við vorum að mínu viti, sérstaklega í seinni hálfleik, töluvert betra liðið hérna í dag. Mér fannst við orkumiklir, góðir og settum þá í allskonar vandræði. Við hefðum þurft að skapa örlítið fleiri færi en trúin í liðinu var heldur betur til staðar. Ég er stoltur af þessari frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Þegar Leiknismenn komust í tækifæri á að gera góða hluti við vítateig Vals endaði sóknin oft á skoti sem fór vel framhjá eða yfir mark Vals.

„Já, ég vil fá þessi skot á rammann. Við hefðum þurft að vera örlítið beittari í kringum boxið. Það er erfitt einhvern veginn að æfa það eitthvað en það sem við æfum og það sem við gerum finnst mér við líta helvíti vel út í dag."

Leiknir fékk stig gegn FH í síðasta leik. Er Siggi ánægður í heild sinni með þessa tvo leiki eftir landsleikjahlé?

„Virkilega, sérstaklega í dag. Í FH leiknum fannst mér andinn ofboðslega góður, við vorum kannski ekkert frábærir en heilt yfir var það mjög fín frammistaða. Mér fannst við ofboðslega góðir á mörgum köflum í þessum leik. Við viljum ekki vera alltaf að segja að þetta var góð frammistaða og við hefðum átt að vinna og eitthvað svona en ef við gerum það ekki í dag þá er það skrítið. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik, fannst við hrikalega flottir og þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner