Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 21. júlí 2024 22:04
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Sterkt að ná í sigur milli Evrópuleikja
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi.Ánægður með þrjú stig, fjögur góður mörk en ekki jafn ánægður með mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum getað komið í veg fyrir þau en fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn og milli evrópuleikja er bara mjög sterkt að ná í sigur og getum dreyft álaginu aðeins á mannskapinn." voru fyrstu viðbrögð Eyjólfar Héðinssonar aðstoðarþjálfara Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR Á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Ég er kannski fyrst og fremst ánægður með hvað við sköpuðum mörg færi og hefðum svo sannarlega getað skorað fleiri mörk og hefðum geta þarna á tímabili verið komnir í 5 jafnvel 6-1 miðavið færin sem við fengum, ég held að við höfum klúðrað tvisvar fyrir opnu marki en við sköpuðum þá þetta mörg færi og áttum mjög auðvelt með það."

„Ég hefði viljað loka betur til baka og ef þetta hefði ekki verið svona rosalega mikið fram og til baka, við hefðum viljað hafa meira control eins og ég segi áðan en það verður ekki á allt kosið. Þrjú stig og fjögurt mjög góð mörk og við tökum það með okkur og byggjum ofan á það fyrir leikinn á fimmtudaginn."

Breiðablik vann kærkomið sigur í kvöld en liðið hefur verið að hiksta aðeins í deildinni að undanförnu. 

„Þetta er búið að vera upp og niður. Síðustu þrír leikir hafa kannski ekki alveg verið jafn góðir og þar á undan. Við tókum einhverja átta leikja törn þar sem við söfnuðum mjög mörgum stigum og duttum síðan niður í síðustu þremur þannig það er gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Eyjólfur ræðir meðal annars um næsta Evrópuverkefni og leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner
banner