Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 21. september 2022 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er hörkulið, þetta er atvinnumannalið"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals í kvöld.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af liðinu mínu, sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 0-1 tap gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í dag.

Fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppninnar fór fram í dag. Valur spilaði ekki vel í fyrri hálfleiknum, en liðið steig upp í seinni og voru þær óheppnar að fá ekki að minnsta kosti jafntefli úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Slavia Prag

„Mér fannst við passívar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik sköpuðum við okkur fjögur eða fimm góð færi. Við hefðum átt að labba út af með lágmark jafntefli en svona er þetta stundum," segir Pétur.

Var einhver ástæða fyrir því að liðið var svona passívt í fyrri hálfleik?

„Þetta var mikilvægur leikur og við vorum kannski hræddar að einhverju leyti, en í seinni hálfleik vorum ekkert hræddar. Við fórum fram og gerðum það sem við ætluðum að gera. Þegar þær spila sinn leik þá eigum við möguleika á að komast áfram."

„Stundum er fótboltinn svona. Stundum færðu eitt færi og skorar eitt mark. Svo færðu tíu færi og skorar ekkert. Þetta var þannig leikur í dag, en við sýndum það allavega að við eigum stóran möguleika á að komast áfram þó það verði erfitt í Tékklandi. Ef við byrjum á að skora eitt mark þá er jafntefli. Það er stutt í þetta."

Hversu gott er þetta Slavia Prag lið?

„Þetta er hörkulið, þetta er atvinnumannalið. Þær eru með rútínu sem þær gera vel. Þær eru með mjög góða leikmenn."

Hér að ofan má sjá viðtalið en þar talar Pétur meðal annars um meiðslin sem Mist Edvardsdóttir varð fyrir í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner