Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 23. júní 2021 20:15
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Gauti: Sáu allir og ömmur þeirra að boltinn var farinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svakaleg dramatík í bikarleik Stjörnunnar og KA. Allt stefndi í framlengingu en í blálokin skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark leiksins. Markið átti ekki að standa en boltinn var greinilega farinn út af þegar hann var lagður á Elfar.

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, trúði ekki sínum eigin augum þegar Erlendur Eiríksson dómari og hans menn létu markið standa.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 KA

„Ég veit ekki hvað maður á að segja. Þetta er eitt það skrítnasta sem ég hef lent í inni á fótboltavelli. Allir og ömmur þeirra á vellinum sáu að boltinn var farinn út af. Allir nema blessaða þriðja liðið í þessum leik," sagði Brynjar eftir leik.

„Þetta er hrikalega dýrt fyrir okkur. Boltinn var kominn 30-40 sentimetra út fyrir, þetta var ekkert vafaatriði. Elfar Árni ákveður að dangla fætinum í hann upp á von og óvon held ég."

„Við getum líka sjálfum okkur um kennt. Við erum verðskuldað yfir þegar það eru 85 á klukkunni. Þeir jöfnuðu eftir að við höfðum fín tök á þessum leik og þeir ekkert að skapa sér. Við getum líka verið svekktir út í okkur sjálfa. Þetta sumar heldur áfram að gefa."

Horfðu á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner