Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 23. ágúst 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 0-0 jafnteflinu gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Leikurinn bauð ekki upp á mikið af dauðafærum. Leiknismenn áttu fínasta fyrri hálfleik en náðu ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þeim síðari.

„Mér fannst við alveg við það við að vera mjög góðir í fyrri hálfleik og fannst við sterkari aðilinn og með þetta í höndunum. Með meðvindinn í seinni hálfleik, beið eftir því að gera þetta enn betur, en við þurftum að gera haug af skiptingum. Breyttum kerfinu og það gekk nákvæmlega ekki neitt upp og við vorum hræðilegir frá A-Ö í síðari hálfleik," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Vindurinn var erfiður á Domusnova-vellinum en Sigurður vill þó ekki kenna veðrinu um.

„Mér fannst þetta skrítinn vindur. Ég vil ekki kenna veðrinu um en það gustaði um allt og hann var leiðinlegur."

Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann í netið. Sólon Breki Leifsson var dæmdur rangstæður þar sem hann var að blokka markvörðinn.

„Ég held að Sólon hafi átt að vera að blokka markmanninn eftir að skallinn kemur þá er hann rangstæður að blokka markmanninn. Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara og áfram með það."

Sigurður er ánægður með stigið og tekur öllum stigum fagnandi en hann kallar þó eftir betri frammistöðu.

„Þetta gerir fínt fyrir okkur. Við tökum öllum stigum fegins hendi en við þurfum betri heildarframmistöðu en við sýndum í dag."

„Nei, ekki séns. Við ætluðum að vinna þennan leik sama hvað en úr því sem komið var þá er 0-0 bara fín úrslit,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir