Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mán 23. ágúst 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 0-0 jafnteflinu gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Leikurinn bauð ekki upp á mikið af dauðafærum. Leiknismenn áttu fínasta fyrri hálfleik en náðu ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þeim síðari.

„Mér fannst við alveg við það við að vera mjög góðir í fyrri hálfleik og fannst við sterkari aðilinn og með þetta í höndunum. Með meðvindinn í seinni hálfleik, beið eftir því að gera þetta enn betur, en við þurftum að gera haug af skiptingum. Breyttum kerfinu og það gekk nákvæmlega ekki neitt upp og við vorum hræðilegir frá A-Ö í síðari hálfleik," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Vindurinn var erfiður á Domusnova-vellinum en Sigurður vill þó ekki kenna veðrinu um.

„Mér fannst þetta skrítinn vindur. Ég vil ekki kenna veðrinu um en það gustaði um allt og hann var leiðinlegur."

Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann í netið. Sólon Breki Leifsson var dæmdur rangstæður þar sem hann var að blokka markvörðinn.

„Ég held að Sólon hafi átt að vera að blokka markmanninn eftir að skallinn kemur þá er hann rangstæður að blokka markmanninn. Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara og áfram með það."

Sigurður er ánægður með stigið og tekur öllum stigum fagnandi en hann kallar þó eftir betri frammistöðu.

„Þetta gerir fínt fyrir okkur. Við tökum öllum stigum fegins hendi en við þurfum betri heildarframmistöðu en við sýndum í dag."

„Nei, ekki séns. Við ætluðum að vinna þennan leik sama hvað en úr því sem komið var þá er 0-0 bara fín úrslit,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner