Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 24. júní 2013 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Óli Kristjáns: Við skrúfuðum á ákveðnum hnöppum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum sáttur með sigurinn á Val í kvöld.

,,Erfiður leikur, góður andstæðingur, sem er sterkt lið Vals og búið að vera feykilega sterkt í sumar og var það í þessum leik. Við vorum að koma úr 120 mínútum á fimmtudaginn á móti Akranesi og lögðum leikinn þannig upp án þess að gera leikmenn meðvitaða um það," sagði Ólafur.

,,Við skrúfuðum á ákveðnum hnöppum í hálfleik og mér fannst við smám saman ná góðum tökum á leiknum og kremja hann eins og maður segir, þeir áttu ekki séns gegn öftustu línunni okkar og varnarleik."

Breiðablik er komið í fjórða sætið með 16 stig, einu stigi fyrir ofan Val sem er í fimmta sætinu.

,,Þrjú stig sem koma í sarpinn og telja jafn mikið og öll önnur, eins og fyrir leikinn að það var ljóst að ynnum við ekki leikinn þá færu Valsarar fram úr okkur og það vildum við ekki láta gerast," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner