Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 24. september 2020 19:49
Anton Freyr Jónsson
Árni Snær: Við þurfum að hætta að gefa mörk
Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA
Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, heldur betur. Þetta er bara geggjað." sagði Árni Snær Ólafsson markvörður Skagamanna eftir 1-3 sigur á Fjölnismönnum á Extravellinum í Grafarvogi.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Við lögðum upp með að spila okkar leik, búa til svæði og vera þéttir. Pressa þá bara undir köflum en það tókst bara voða lítið hjá okkur. Spilið var lélegt hjá okkur, náðum ekki að pressa þá, hverjum sem það er að kenna en við unnum og það er það sem skiptir máli, ekki fallegt en við unnum."

Skagamenn byrjuðu leikinn vel fyrstu tuttugu þar sem ÍA þjörmuðu vel á Fjölnismenn en síðan taka þeir yfir leikinn á ákveðnum kafla í leiknum og fá nokkur dauðafæri. Árni var spurður hvort það væri áhyggjuefni hjá liðinu.

„Já, við hefðum átt að vera komnir í tvö eða þrjú núll fyrstu tuttugu en síðan veit ég ekki hvað gerist, annað hvort þeir góðir eða við lélegir, ég veit ekki alveg. Við vorum bara ekki góðir ég veit ekki hverjum það er að kenna. Þeir áttu að skora fleiri mörk og ég held að þeir séu helvíti svektir."

Skagamenn eru búnir að halda hreinu í tveimur leikjum í deildinni og eru búnir að fá á sig 37.mörk í deildinni jafnmörg og Fjölnismenn sem sitja á botni deildarinnar. Árni var spurður hvar vandamálin liggja í leik ÍA en þeir skora nóg af mörkum.

„Ég bara veit ekki, erum ekki nógu þéttir bara sem lið. Eins og núna í dag þá áttum við að halda hreinu. Við erum búnir að halda tvisvar og við þurfum allir að vera þéttir og hætta að gefa mörk, ég held að það sé stóri punkturinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir