Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 24. september 2023 17:28
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum klárlega séns á að jafna en ég hef sagt það í allt sumar að þú færð bara það sem þú átt skilið út úr leikjunum þínum. Í ljósi þess að við náðum ekki að brjóta þá hérna í seinni hálfleik þá áttu þeir bara sigurinn skilið.“ Voru orð svekkts þjálfara HK Ómars Inga Guðmundssonar eftir 2-1 tap HK gegn Keflavík þegar hann var spurður hvort HK hefði átt skilið að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

Byrjun leiksins var fjörleg í meira lagi, snemma leik fékk Örvar Eggertsson dauðafæri einn gegn markmanni en lét verja frá sér. Aðeins örfáum sekúndum síðar var boltinn mættur í vítateig HK og vítaspyrna dæmd þegar brotið var á Nacho Heras. Þungt högg að fá á sig.

„Við brugðumst frábærlega við fórum beint upp og jöfnuðum og áttum nokkra ágætis spilkafla inn á milli í fyrri hálfleik. En heilt yfir var fyrri hálfeikur ekki nógu góður og því fór sem fór.“

Umdeilt atvik átti sér stað í síðari hálfleik þegar brotið var á Örvari Eggertssyni sem var að sleppa í gegn, Boltinn barst frá honum á varamanninn Tuma Þorvarsson sem var kominn einn gegn Mathias Rosenörn þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins ákvað að flauta og stöðva leikinn og dæma aukaspyrnu. Hvernig horfði það atvik við Ómari?

„Bara nákvæmlega eins og öllum öðrum held ég og ég bara ætla ekki að segja neitt meira en það.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir