„Þetta er frábært stig fyrir okkur, við skorum snemma í leiknum og endum svo á að jafna í lokin sem er frábært og gríðarlegur karakter," sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir 2-2 jafntefli við ÍA á Akranesvelli í kvöld en áður en liðið jafnaði hafði Andri Fannar Freysson misnotað vítaspyrnu.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Njarðvík
„Við klúðruðum víti en það skipti engu máli í okkar liði, við héldum bara áfram og tókum stigið," bætti hann við en Njarðvík tók leikinn yfir síðustu 20 mínúturnar.
„Við erum að halda þéttleika og förum til baka og höfum gert í öllum leikjunum. Það hefur gengið ágætlega og við sækjum líka og áttum nokkur færi til að bæta öðru marki við áður en þeir jafna."
Njarðvík hefur verið spáð falli úr deildinni en liðið er komið með fimm stig úr fyrstu fjórum leikjunum.
Nánar er rætt við Rafn Markús í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir