Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 26. ágúst 2020 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Þetta getur snúist á 1-2 leikjum aftur
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla er nú lokið en HK og Grótta áttust þá við í Kórnum. 

Fyrir leik þá mátti búast við hörkuleik þar sem liðin eru að berjast í neðri hluta töflunnar en úrslitin voru í raun aldrei í hættu hjá HK-ingum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  0 Grótta

„Heilt yfir bara nokkuð solid heilsteyptur leikur, frammistaðan bara nokkuð fagmannleg og við börðumst vel og bárum virðingu fyrir Gróttu sem liði og þeir eru með hættulega menn í ákveðnum stöðum og við þurftum að vera viðbúnir því og svo sóttum við ágætlega og opnuðum þá á köflum og fengum ágætis möguleika og nýttum færin vel." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn.

HK-inga skoruðu þrjú mörk og héldu hreinu svo það var kannski ekki yfir miklu að kvarta.
„Það er ekki yfir miklu að kvarta, við héldum góðri einbeitingu allan leikinn og fókusuðum á hlutina sem við þurftum að hafa fókus á og það var svolítið okkar að skapa færin sem við gerðum og skoruðum þrjú góð mörk."

HK náði með sigri í kvöld að slíta sig svolítið frá botnbaráttunni en Brynjar Björn vill þó ekki að liðið slaki á þrátt fyrir það.
„Þetta getur snúist á 1-2 leikjum aftur og við þurfum bara að vera á tánnum í næsta leik, við horfum ekkert mikið lengra en það, það er bara næsti leikur sem skiptir máli í deildinni og við reynum að halda áfram að safna eins mögum stigum og við getum." 

Valgeir Valgeirsson var fjarri góðu gamni í kvöld en aðspurður út í stöðuna á honum sagði Brynjar Björn ekki hafa viljað taka neinar áhættur með hann.
„Hann er bara hnjaskaður síðan eftir síðasta leik og leikurinn í dag var bara of snemma fyrir hann og ég býst við því að hann verði orðin klár fyrir næsta leik." 

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir