Síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla er nú lokið en HK og Grótta áttust þá við í Kórnum.
Fyrir leik þá mátti búast við hörkuleik þar sem liðin eru að berjast í neðri hluta töflunnar en úrslitin voru í raun aldrei í hættu hjá HK-ingum í kvöld.
Fyrir leik þá mátti búast við hörkuleik þar sem liðin eru að berjast í neðri hluta töflunnar en úrslitin voru í raun aldrei í hættu hjá HK-ingum í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 3 - 0 Grótta
„Heilt yfir bara nokkuð solid heilsteyptur leikur, frammistaðan bara nokkuð fagmannleg og við börðumst vel og bárum virðingu fyrir Gróttu sem liði og þeir eru með hættulega menn í ákveðnum stöðum og við þurftum að vera viðbúnir því og svo sóttum við ágætlega og opnuðum þá á köflum og fengum ágætis möguleika og nýttum færin vel." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn.
HK-inga skoruðu þrjú mörk og héldu hreinu svo það var kannski ekki yfir miklu að kvarta.
„Það er ekki yfir miklu að kvarta, við héldum góðri einbeitingu allan leikinn og fókusuðum á hlutina sem við þurftum að hafa fókus á og það var svolítið okkar að skapa færin sem við gerðum og skoruðum þrjú góð mörk."
HK náði með sigri í kvöld að slíta sig svolítið frá botnbaráttunni en Brynjar Björn vill þó ekki að liðið slaki á þrátt fyrir það.
„Þetta getur snúist á 1-2 leikjum aftur og við þurfum bara að vera á tánnum í næsta leik, við horfum ekkert mikið lengra en það, það er bara næsti leikur sem skiptir máli í deildinni og við reynum að halda áfram að safna eins mögum stigum og við getum."
Valgeir Valgeirsson var fjarri góðu gamni í kvöld en aðspurður út í stöðuna á honum sagði Brynjar Björn ekki hafa viljað taka neinar áhættur með hann.
„Hann er bara hnjaskaður síðan eftir síðasta leik og leikurinn í dag var bara of snemma fyrir hann og ég býst við því að hann verði orðin klár fyrir næsta leik."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir