Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 29. júní 2013 20:01
Fótbolti.net
Óli Þórðar: Verðum að vinna nokkur stríð áður en við förum upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta var fínn vinnusigur og hafðist hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleikinn," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings Reykjavíkur eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag.

,,Þetta var mjög jafn leikur í fyrri hálfleik en svo eftir því sem mínúturnar liðu í seinni tókum við meira og meira yfir og kláruðum þetta nokkkuð vel."

Víkingur fékk vítaspyrnu sem fyrra mark þeirra kom úr en hana dæmdi Kristinn Jakobsson þrátt fyrir að brotið hafi virst vera tveimur metrum fyrir utan vítateig. Ólafur kvartaði undan einelti dómara í sinn garð eftir síðasta leik en telur hann að væl í fjölmiðlum hafi hjálpað honum í dag?

,,Nei ég gat ekki séð það í byrjun þegar Viktor slapp einn í gegn og markmaðurinn tók hann niður," svaraði Ólafur.

,,Við unnum bara vel fyrir þessu, ég gat ekki betur séð. Kláruðum færin okkar vel og fengum ekki á okkur mark, það var það sem við lögðum upp með."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en liðið fór í 2. sæti 1.deildarinnar í dag.

,,Þetta er bara hver slagurinn á fætur öðrum, það virðast allir geta unnið alla. Það er lykilatriðið að halda haus í þesu og halda áfram að vera góðir í því sem við erum að gera. Ef það tekst þá erum við í ágætis málum," sagði hann en ætlar hann ekki með liðið upp?

,,Það er stefnan en það kemur ekki í ljós fyrr en í september. við verðum að vinna nokkur stríð áður en það gerist."
Athugasemdir
banner
banner