Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 29. júní 2013 20:01
Fótbolti.net
Óli Þórðar: Verðum að vinna nokkur stríð áður en við förum upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta var fínn vinnusigur og hafðist hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleikinn," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings Reykjavíkur eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag.

,,Þetta var mjög jafn leikur í fyrri hálfleik en svo eftir því sem mínúturnar liðu í seinni tókum við meira og meira yfir og kláruðum þetta nokkkuð vel."

Víkingur fékk vítaspyrnu sem fyrra mark þeirra kom úr en hana dæmdi Kristinn Jakobsson þrátt fyrir að brotið hafi virst vera tveimur metrum fyrir utan vítateig. Ólafur kvartaði undan einelti dómara í sinn garð eftir síðasta leik en telur hann að væl í fjölmiðlum hafi hjálpað honum í dag?

,,Nei ég gat ekki séð það í byrjun þegar Viktor slapp einn í gegn og markmaðurinn tók hann niður," svaraði Ólafur.

,,Við unnum bara vel fyrir þessu, ég gat ekki betur séð. Kláruðum færin okkar vel og fengum ekki á okkur mark, það var það sem við lögðum upp með."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en liðið fór í 2. sæti 1.deildarinnar í dag.

,,Þetta er bara hver slagurinn á fætur öðrum, það virðast allir geta unnið alla. Það er lykilatriðið að halda haus í þesu og halda áfram að vera góðir í því sem við erum að gera. Ef það tekst þá erum við í ágætis málum," sagði hann en ætlar hann ekki með liðið upp?

,,Það er stefnan en það kemur ekki í ljós fyrr en í september. við verðum að vinna nokkur stríð áður en það gerist."
Athugasemdir
banner
banner
banner