Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 29. ágúst 2020 18:08
Ester Ósk Árnadóttir
Gunnar: Gáfum Þórsurum þetta alltof auðveldlega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum sjálfum okkur verstir hér í dag. Við byrjum á því að fá á okkur mark strax í byrjun og eftir það fannst mér við koma okkur vel inn í leikinn," sagði Gunnar þjálfari Þróttar R. eftir tap á móti Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  0 Þróttur R.

„Það var klaufalegt af Daða að láta reka sig af velli. Þá erum við orðnir einum færri og eitt núll undir. Við erum klárir að fara inn í seinni hálfleikinn, það var allt opið ennþá og fáum þá okkur mark bara strax í upphafi seinni hálfleiksins. Þá var þetta í raun bara búið. Þá gekk þetta bara út á að hægja á leiknum og klára hann bara með sóma."

Þór fékk mörg góð færi í leiknum og hefði geta skorað fleiri.

„Ég er langt því frá að vera sáttur að fá á mig þrjú mörk þótt við séum einum færri þá eigum við að gera betur. Í rauninni eigum við að geta verið inn í leiknum allan tímann en eins og ég nefndi þá vorum við sjálfum okkur verstir í þessum leik og gáfum Þórsurum þetta alltof auðveldlega. Mér fannst við byrja þetta fínt og hafði trú á því að við myndum taka eitthvað með okkur heim en eins og ég segi við gerum þetta illa í dag."

Daði fyrirliði Þróttar fékk rautt spjald á 26 mínútu. Hann var á gulu spjaldi þegar hann fer í heimskulega tæklingu með sólann á undan í Sveinn Elías út á miðjum velli og Þróttur þar með orðið manni færri.

„Daði er það reyndur leikmaður að hann á að vita betur. Hann var mjög óskynsamur í þessu. Það versta í þessu er, er að við vorum klárann með leikmann til að koma inn á þegar hann fer í þessa tæklingu. Við vorum á leiðinni að skipta honum útaf þegar þetta gerist. Þetta var ekki gott."

Þróttur R. á næsta leik á móti Leiknir F. en liðin eru bæði í botnbaráttuni. Leiknir þremur stigum ofar en Þróttur sem er í fallsæti.

„Fyrir okkur eru í raun allir leikir bara úrslitaleikir. Við þurfum að reyna að ná í stig í öllum leikjum og það er alveg ljóst að við förum í þann leik til að taka þrjú stig."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir