
„Við vorum sjálfum okkur verstir hér í dag. Við byrjum á því að fá á okkur mark strax í byrjun og eftir það fannst mér við koma okkur vel inn í leikinn," sagði Gunnar þjálfari Þróttar R. eftir tap á móti Þór á Þórsvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Þróttur R.
„Það var klaufalegt af Daða að láta reka sig af velli. Þá erum við orðnir einum færri og eitt núll undir. Við erum klárir að fara inn í seinni hálfleikinn, það var allt opið ennþá og fáum þá okkur mark bara strax í upphafi seinni hálfleiksins. Þá var þetta í raun bara búið. Þá gekk þetta bara út á að hægja á leiknum og klára hann bara með sóma."
Þór fékk mörg góð færi í leiknum og hefði geta skorað fleiri.
„Ég er langt því frá að vera sáttur að fá á mig þrjú mörk þótt við séum einum færri þá eigum við að gera betur. Í rauninni eigum við að geta verið inn í leiknum allan tímann en eins og ég nefndi þá vorum við sjálfum okkur verstir í þessum leik og gáfum Þórsurum þetta alltof auðveldlega. Mér fannst við byrja þetta fínt og hafði trú á því að við myndum taka eitthvað með okkur heim en eins og ég segi við gerum þetta illa í dag."
Daði fyrirliði Þróttar fékk rautt spjald á 26 mínútu. Hann var á gulu spjaldi þegar hann fer í heimskulega tæklingu með sólann á undan í Sveinn Elías út á miðjum velli og Þróttur þar með orðið manni færri.
„Daði er það reyndur leikmaður að hann á að vita betur. Hann var mjög óskynsamur í þessu. Það versta í þessu er, er að við vorum klárann með leikmann til að koma inn á þegar hann fer í þessa tæklingu. Við vorum á leiðinni að skipta honum útaf þegar þetta gerist. Þetta var ekki gott."
Þróttur R. á næsta leik á móti Leiknir F. en liðin eru bæði í botnbaráttuni. Leiknir þremur stigum ofar en Þróttur sem er í fallsæti.
„Fyrir okkur eru í raun allir leikir bara úrslitaleikir. Við þurfum að reyna að ná í stig í öllum leikjum og það er alveg ljóst að við förum í þann leik til að taka þrjú stig."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir