Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   þri 30. apríl 2019 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafn: Þetta var okkar leikur í fyrra og við erum góðir í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík vann í kvöld, 1-3 sigur á Fram eftir framlengdan leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Njarðvík komst yfir en Fram jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Undir lok leiks var Marcus Vieira rekinn af velli hjá Fram og því lék Fram manni færra í framlengingunni. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk gegn engu hjá Fram í framlengingunni og fara því áfram í 16-liða úrslit.

Lestu meira um leikinn hér.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn, upplegg liðsins og hvort einhverjar breytingar yrðu á leikmannahópnum.

„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við skoruðum snemma og héldum út í rúmlega 90 mínútur, sagði Rafn Markús eftir leik.

„Það er okkar styrkleiki að verjast vel og við erum með gott lið sem vinnur vel saman."

„Það var lítið í boði fyrir þá. Þeir voru öflugir á miðjusvæðinu og stríddu okkur þar."

„Þetta var nákvæmlega svona í fyrra og skóp okkur sjötta sætið. Þetta verður sama í ár og við erum góðir í þessu. Við erum gott varnarlið."

„Kosturinn við það að hafa fengið þetta víti á sig og fara í framlengingu er að við sýndum hversu sterkt liðið er. Að fá þetta áfall rétt fyrir lokaflautið og koma svo og vinna í framlengingunni."

„Við erum alltaf með augun aðeins opin og kannski bætast einn til tveir leikmenn við en ekkert fast í hendi."

„Ég er svakalega ánægður að komast áfram í bikarnum og jafna besta árangur félagsins sem er 16-liða úrslit."


Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir