Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 30. apríl 2019 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafn: Þetta var okkar leikur í fyrra og við erum góðir í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík vann í kvöld, 1-3 sigur á Fram eftir framlengdan leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Njarðvík komst yfir en Fram jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Undir lok leiks var Marcus Vieira rekinn af velli hjá Fram og því lék Fram manni færra í framlengingunni. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk gegn engu hjá Fram í framlengingunni og fara því áfram í 16-liða úrslit.

Lestu meira um leikinn hér.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn, upplegg liðsins og hvort einhverjar breytingar yrðu á leikmannahópnum.

„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við skoruðum snemma og héldum út í rúmlega 90 mínútur, sagði Rafn Markús eftir leik.

„Það er okkar styrkleiki að verjast vel og við erum með gott lið sem vinnur vel saman."

„Það var lítið í boði fyrir þá. Þeir voru öflugir á miðjusvæðinu og stríddu okkur þar."

„Þetta var nákvæmlega svona í fyrra og skóp okkur sjötta sætið. Þetta verður sama í ár og við erum góðir í þessu. Við erum gott varnarlið."

„Kosturinn við það að hafa fengið þetta víti á sig og fara í framlengingu er að við sýndum hversu sterkt liðið er. Að fá þetta áfall rétt fyrir lokaflautið og koma svo og vinna í framlengingunni."

„Við erum alltaf með augun aðeins opin og kannski bætast einn til tveir leikmenn við en ekkert fast í hendi."

„Ég er svakalega ánægður að komast áfram í bikarnum og jafna besta árangur félagsins sem er 16-liða úrslit."


Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner