Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 01. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Veigar: Aldrei verið partur af jafngóðu liði
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get nú ekki alveg sagt það," sagði Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, aðspurður að því hvort að hann hefði búist við því að standa uppi sem besti leikmaður Inkasso-deildarinnar fyrir tímabilið. „Ég vissi alveg að ég hefði burði til þess, en þegar ég byrjaði að æfa í mars þá var þetta náttúrulega eitthvað sem maður bjóst ekki við. Þetta kemur mér samt ekkert rosalega óvart þegar fór að líða á sumarið."

Alexander var í gær valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á lokahófi Fótbolta.net. Það voru leikmennirnir og þjálfararnir í deildinni sem sáu um valið.

„Þetta er langskemmtilegasta tímabilið sem ég hef spilað og langbesta persónulega hjá mér líka, ég hef aldrei verið partur af jafngóðu liði og eins góðum liðsanda. Það voru allir á því að spila skemmtilegan bolta og það er mjög gaman að vera í liði þar sem að eru margir leikmenn sem vilja spila skemmtilegan og góðan fótbolta."

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili, en Alexander segir að það sé gott byrjunarmarkmið að halda sér í deildinni.

„Jónas svaraði því nú í viðtali um daginn, það er bara topp þrír. En hann var kannski mögulega að hugsa um langtímamarkmið, ég held að það sé mjög gott markmið að byrja á því að halda sér í deildinni síðan veit maður ekkert hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner