Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 01. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Veigar: Aldrei verið partur af jafngóðu liði
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get nú ekki alveg sagt það," sagði Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, aðspurður að því hvort að hann hefði búist við því að standa uppi sem besti leikmaður Inkasso-deildarinnar fyrir tímabilið. „Ég vissi alveg að ég hefði burði til þess, en þegar ég byrjaði að æfa í mars þá var þetta náttúrulega eitthvað sem maður bjóst ekki við. Þetta kemur mér samt ekkert rosalega óvart þegar fór að líða á sumarið."

Alexander var í gær valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á lokahófi Fótbolta.net. Það voru leikmennirnir og þjálfararnir í deildinni sem sáu um valið.

„Þetta er langskemmtilegasta tímabilið sem ég hef spilað og langbesta persónulega hjá mér líka, ég hef aldrei verið partur af jafngóðu liði og eins góðum liðsanda. Það voru allir á því að spila skemmtilegan bolta og það er mjög gaman að vera í liði þar sem að eru margir leikmenn sem vilja spila skemmtilegan og góðan fótbolta."

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili, en Alexander segir að það sé gott byrjunarmarkmið að halda sér í deildinni.

„Jónas svaraði því nú í viðtali um daginn, það er bara topp þrír. En hann var kannski mögulega að hugsa um langtímamarkmið, ég held að það sé mjög gott markmið að byrja á því að halda sér í deildinni síðan veit maður ekkert hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir