Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 01. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Veigar: Aldrei verið partur af jafngóðu liði
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get nú ekki alveg sagt það," sagði Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, aðspurður að því hvort að hann hefði búist við því að standa uppi sem besti leikmaður Inkasso-deildarinnar fyrir tímabilið. „Ég vissi alveg að ég hefði burði til þess, en þegar ég byrjaði að æfa í mars þá var þetta náttúrulega eitthvað sem maður bjóst ekki við. Þetta kemur mér samt ekkert rosalega óvart þegar fór að líða á sumarið."

Alexander var í gær valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á lokahófi Fótbolta.net. Það voru leikmennirnir og þjálfararnir í deildinni sem sáu um valið.

„Þetta er langskemmtilegasta tímabilið sem ég hef spilað og langbesta persónulega hjá mér líka, ég hef aldrei verið partur af jafngóðu liði og eins góðum liðsanda. Það voru allir á því að spila skemmtilegan bolta og það er mjög gaman að vera í liði þar sem að eru margir leikmenn sem vilja spila skemmtilegan og góðan fótbolta."

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili, en Alexander segir að það sé gott byrjunarmarkmið að halda sér í deildinni.

„Jónas svaraði því nú í viðtali um daginn, það er bara topp þrír. En hann var kannski mögulega að hugsa um langtímamarkmið, ég held að það sé mjög gott markmið að byrja á því að halda sér í deildinni síðan veit maður ekkert hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner