Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 01. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Veigar: Aldrei verið partur af jafngóðu liði
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get nú ekki alveg sagt það," sagði Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, aðspurður að því hvort að hann hefði búist við því að standa uppi sem besti leikmaður Inkasso-deildarinnar fyrir tímabilið. „Ég vissi alveg að ég hefði burði til þess, en þegar ég byrjaði að æfa í mars þá var þetta náttúrulega eitthvað sem maður bjóst ekki við. Þetta kemur mér samt ekkert rosalega óvart þegar fór að líða á sumarið."

Alexander var í gær valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á lokahófi Fótbolta.net. Það voru leikmennirnir og þjálfararnir í deildinni sem sáu um valið.

„Þetta er langskemmtilegasta tímabilið sem ég hef spilað og langbesta persónulega hjá mér líka, ég hef aldrei verið partur af jafngóðu liði og eins góðum liðsanda. Það voru allir á því að spila skemmtilegan bolta og það er mjög gaman að vera í liði þar sem að eru margir leikmenn sem vilja spila skemmtilegan og góðan fótbolta."

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili, en Alexander segir að það sé gott byrjunarmarkmið að halda sér í deildinni.

„Jónas svaraði því nú í viðtali um daginn, það er bara topp þrír. En hann var kannski mögulega að hugsa um langtímamarkmið, ég held að það sé mjög gott markmið að byrja á því að halda sér í deildinni síðan veit maður ekkert hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner