Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   fim 01. október 2020 21:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Oliver Sigurjóns: Við náum ekki að skjóta boltanum í markið
Mynd: Hulda Margrét
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Gífurlega svekktur, við hefðum viljað þrjú stig og við sköpuðum okkur færi til að fá 3 stig en þetta er bara svona sagan hjá okkur í sumar sem er vonbrigði að við séum að "dominera" leikina og svo endar þetta bara í jafntefli"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Blikar voru mun meira með boltann í kvöld og voru að koma sér í mikið af góðum stöðum en náðu ekki að skora, hefur Oliver útskýringar á þessu?

"Ég hef mínar skoðanir en það sem er mikilvægast er að við séum að fylgja planinu hjá þjálfaranum og hans skoðanir og aðferðir eru mjög góðar og eiga að vera nógu góðar til þess að vinna leiki, skýringarnar eru bara þannig að við erum ekki að ná að skjóta boltanum í markið eða við erum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til þess að vinna leikina en við sköpum alveg nóg til að vinna í dag og það eru ógeðslega mikil vonbrigði"

Það hefur verið talað um í fjölmiðlum um að það sé búið að vera léttara yfir liðinu eftir sigurinn gegn Stjörnuni, er Oliver sammála því?

"Nei í rauninni ekki sko því það hefur verið létt yfir okkur leikmönnunum, hópurinn mjög góður þannig ég er ekki alveg sammála þeirri umræðu en ég get verið sammála því að við erum einhvern veginn peppaðari inn á vellinum og glaðari á vellinum og það er meiri leikgleði því við viljum vinna fyrir hvorn annan"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner