Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 01. október 2020 21:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Oliver Sigurjóns: Við náum ekki að skjóta boltanum í markið
Mynd: Hulda Margrét
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Gífurlega svekktur, við hefðum viljað þrjú stig og við sköpuðum okkur færi til að fá 3 stig en þetta er bara svona sagan hjá okkur í sumar sem er vonbrigði að við séum að "dominera" leikina og svo endar þetta bara í jafntefli"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Blikar voru mun meira með boltann í kvöld og voru að koma sér í mikið af góðum stöðum en náðu ekki að skora, hefur Oliver útskýringar á þessu?

"Ég hef mínar skoðanir en það sem er mikilvægast er að við séum að fylgja planinu hjá þjálfaranum og hans skoðanir og aðferðir eru mjög góðar og eiga að vera nógu góðar til þess að vinna leiki, skýringarnar eru bara þannig að við erum ekki að ná að skjóta boltanum í markið eða við erum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til þess að vinna leikina en við sköpum alveg nóg til að vinna í dag og það eru ógeðslega mikil vonbrigði"

Það hefur verið talað um í fjölmiðlum um að það sé búið að vera léttara yfir liðinu eftir sigurinn gegn Stjörnuni, er Oliver sammála því?

"Nei í rauninni ekki sko því það hefur verið létt yfir okkur leikmönnunum, hópurinn mjög góður þannig ég er ekki alveg sammála þeirri umræðu en ég get verið sammála því að við erum einhvern veginn peppaðari inn á vellinum og glaðari á vellinum og það er meiri leikgleði því við viljum vinna fyrir hvorn annan"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner