Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. október 2020 21:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Oliver Sigurjóns: Við náum ekki að skjóta boltanum í markið
Mynd: Hulda Margrét
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Gífurlega svekktur, við hefðum viljað þrjú stig og við sköpuðum okkur færi til að fá 3 stig en þetta er bara svona sagan hjá okkur í sumar sem er vonbrigði að við séum að "dominera" leikina og svo endar þetta bara í jafntefli"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Blikar voru mun meira með boltann í kvöld og voru að koma sér í mikið af góðum stöðum en náðu ekki að skora, hefur Oliver útskýringar á þessu?

"Ég hef mínar skoðanir en það sem er mikilvægast er að við séum að fylgja planinu hjá þjálfaranum og hans skoðanir og aðferðir eru mjög góðar og eiga að vera nógu góðar til þess að vinna leiki, skýringarnar eru bara þannig að við erum ekki að ná að skjóta boltanum í markið eða við erum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til þess að vinna leikina en við sköpum alveg nóg til að vinna í dag og það eru ógeðslega mikil vonbrigði"

Það hefur verið talað um í fjölmiðlum um að það sé búið að vera léttara yfir liðinu eftir sigurinn gegn Stjörnuni, er Oliver sammála því?

"Nei í rauninni ekki sko því það hefur verið létt yfir okkur leikmönnunum, hópurinn mjög góður þannig ég er ekki alveg sammála þeirri umræðu en ég get verið sammála því að við erum einhvern veginn peppaðari inn á vellinum og glaðari á vellinum og það er meiri leikgleði því við viljum vinna fyrir hvorn annan"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner