Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 01. október 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni með 2-0 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, byrjaði með þriggja manna vörn en fyrr í dag kom í ljós að Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti ekki spilað leikinn þar sem hann er í sóttkví.

Hann bættist þar með á langan fjarverulista KR-inga en hópurinn er ansi laskaður um þessar mundir. KR fékk óskabyrjun í leiknum og komst yfir eftir um 35 sekúndna leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

„Við höfum ekki gert mikið af því að spila með þriggja manna vörn en strákarnir leystu þetta mjög vel. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik," segir Rúnar.

„Við ákváðum það í hádeginu, ég og Bjarni, að fara í þriggja manna vörn. Arnór hringdi í mig hálf níu í morgun og ég svaf á þessu til hádegis. Það er mikið um meiðsli í hópnum og hann er ekki breiður."

„Það var ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að ná í þessi þrjú stig. Við ætlum að halda áfram, mínir menn gefast aldrei upp."

Rúnar skrifaði undir nýjan samning við KR út 2023 í dag. Viðræðurnar um nýja samninginn tóku ekki langan tíma.

„Þær tóku tíu mínútur, við þurftum ekki að ræða mikið. Ég tel mig vera að þjálfa besta klúbb á Íslandi og er þakklátur fyrir að fá traustið. Mér hefur alla tíð liðið vel hjá KR. Þetta ár hefur verið brekka hjá okkur en við erum brattir, ætlum að bæta við okkur fyrir næsta ár og gera atlögu að öllu sem hægt er að gera atlögu að."

Hægt er að sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar fer hann meðal annars í dramatíkina eftir Fylkisleikinn og vangaveltur um hvort Kjartan Henry Finnbogason sé á leið í KR.
Athugasemdir
banner
banner