Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 01. október 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni með 2-0 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, byrjaði með þriggja manna vörn en fyrr í dag kom í ljós að Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti ekki spilað leikinn þar sem hann er í sóttkví.

Hann bættist þar með á langan fjarverulista KR-inga en hópurinn er ansi laskaður um þessar mundir. KR fékk óskabyrjun í leiknum og komst yfir eftir um 35 sekúndna leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

„Við höfum ekki gert mikið af því að spila með þriggja manna vörn en strákarnir leystu þetta mjög vel. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik," segir Rúnar.

„Við ákváðum það í hádeginu, ég og Bjarni, að fara í þriggja manna vörn. Arnór hringdi í mig hálf níu í morgun og ég svaf á þessu til hádegis. Það er mikið um meiðsli í hópnum og hann er ekki breiður."

„Það var ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að ná í þessi þrjú stig. Við ætlum að halda áfram, mínir menn gefast aldrei upp."

Rúnar skrifaði undir nýjan samning við KR út 2023 í dag. Viðræðurnar um nýja samninginn tóku ekki langan tíma.

„Þær tóku tíu mínútur, við þurftum ekki að ræða mikið. Ég tel mig vera að þjálfa besta klúbb á Íslandi og er þakklátur fyrir að fá traustið. Mér hefur alla tíð liðið vel hjá KR. Þetta ár hefur verið brekka hjá okkur en við erum brattir, ætlum að bæta við okkur fyrir næsta ár og gera atlögu að öllu sem hægt er að gera atlögu að."

Hægt er að sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar fer hann meðal annars í dramatíkina eftir Fylkisleikinn og vangaveltur um hvort Kjartan Henry Finnbogason sé á leið í KR.
Athugasemdir
banner
banner