Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 01. október 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni með 2-0 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, byrjaði með þriggja manna vörn en fyrr í dag kom í ljós að Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti ekki spilað leikinn þar sem hann er í sóttkví.

Hann bættist þar með á langan fjarverulista KR-inga en hópurinn er ansi laskaður um þessar mundir. KR fékk óskabyrjun í leiknum og komst yfir eftir um 35 sekúndna leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

„Við höfum ekki gert mikið af því að spila með þriggja manna vörn en strákarnir leystu þetta mjög vel. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik," segir Rúnar.

„Við ákváðum það í hádeginu, ég og Bjarni, að fara í þriggja manna vörn. Arnór hringdi í mig hálf níu í morgun og ég svaf á þessu til hádegis. Það er mikið um meiðsli í hópnum og hann er ekki breiður."

„Það var ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að ná í þessi þrjú stig. Við ætlum að halda áfram, mínir menn gefast aldrei upp."

Rúnar skrifaði undir nýjan samning við KR út 2023 í dag. Viðræðurnar um nýja samninginn tóku ekki langan tíma.

„Þær tóku tíu mínútur, við þurftum ekki að ræða mikið. Ég tel mig vera að þjálfa besta klúbb á Íslandi og er þakklátur fyrir að fá traustið. Mér hefur alla tíð liðið vel hjá KR. Þetta ár hefur verið brekka hjá okkur en við erum brattir, ætlum að bæta við okkur fyrir næsta ár og gera atlögu að öllu sem hægt er að gera atlögu að."

Hægt er að sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar fer hann meðal annars í dramatíkina eftir Fylkisleikinn og vangaveltur um hvort Kjartan Henry Finnbogason sé á leið í KR.
Athugasemdir