Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 01. október 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni með 2-0 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, byrjaði með þriggja manna vörn en fyrr í dag kom í ljós að Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti ekki spilað leikinn þar sem hann er í sóttkví.

Hann bættist þar með á langan fjarverulista KR-inga en hópurinn er ansi laskaður um þessar mundir. KR fékk óskabyrjun í leiknum og komst yfir eftir um 35 sekúndna leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

„Við höfum ekki gert mikið af því að spila með þriggja manna vörn en strákarnir leystu þetta mjög vel. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik," segir Rúnar.

„Við ákváðum það í hádeginu, ég og Bjarni, að fara í þriggja manna vörn. Arnór hringdi í mig hálf níu í morgun og ég svaf á þessu til hádegis. Það er mikið um meiðsli í hópnum og hann er ekki breiður."

„Það var ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að ná í þessi þrjú stig. Við ætlum að halda áfram, mínir menn gefast aldrei upp."

Rúnar skrifaði undir nýjan samning við KR út 2023 í dag. Viðræðurnar um nýja samninginn tóku ekki langan tíma.

„Þær tóku tíu mínútur, við þurftum ekki að ræða mikið. Ég tel mig vera að þjálfa besta klúbb á Íslandi og er þakklátur fyrir að fá traustið. Mér hefur alla tíð liðið vel hjá KR. Þetta ár hefur verið brekka hjá okkur en við erum brattir, ætlum að bæta við okkur fyrir næsta ár og gera atlögu að öllu sem hægt er að gera atlögu að."

Hægt er að sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar fer hann meðal annars í dramatíkina eftir Fylkisleikinn og vangaveltur um hvort Kjartan Henry Finnbogason sé á leið í KR.
Athugasemdir
banner