Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 01. október 2022 16:51
Kári Snorrason
Nik: Kannski er Alexander svekktur að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. mætti í heimsókn á Kópavogsvöll í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu þær Murphy Alexandra Agnew, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Danielle Julia Marcano. Þjálfari Þróttar R. hann Nik Chamberlain mætti léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Þróttur R.

„Ég er bara mjög ánægður með sigurinn, fyrstu 20 mínútur af seinni hálfleik spiluðum við hræðilega en við náðum að halda og silgdum sigrinum heim. Fyrir nokkrum árum hefðum við örugglega tapað leiknum en ekki núna. Í fyrri hálfleik vörðumst við vel og beittum skyndisóknum."

Þróttur R. endaði í 4. sæti deildarinnar í ár.

„Markmið sumarsins var að ná fleiri stigum en í fyrra, við náðum því og fengum færri mörk á okkur og skoruðum jafn mörg mörk eða einu marki meira en í fyrra svo við bættum okkur og ég er mjög ánægður með það".

Verður Nik Chamberlain áfram með Þrótt á næsta tímabili.

„Það er planið, við verðum að halda hópnum og styrkja okkur en meira og bæta okkur enn meira á næsta ári."

Það hefur skapast umræða frá síðasta leik Þróttar þegar Íris Dögg markmaður liðsins tók víti. Alexander Aron þjálfari Aftureldingar gagnrýndi þetta á Twitter.

„Ég þarf ekki að útskýra hvað við gerum, við tölum um svona hluti á æfingu fyrir leik og enginn vildi taka víti, svo ég sagði Írisi að taka vítið. Hún getur sparkað vel í boltann, hún skoraði úr víti síðasta vetur og hún hefði tekið víti í dag hefði það verið dæmt. En þetta var ekki vanvirðing við KR, við eigum bara ekki neina vítaskyttu, kannski er Alexander svekktur með að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner