Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 01. október 2022 16:51
Kári Snorrason
Nik: Kannski er Alexander svekktur að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. mætti í heimsókn á Kópavogsvöll í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu þær Murphy Alexandra Agnew, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Danielle Julia Marcano. Þjálfari Þróttar R. hann Nik Chamberlain mætti léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Þróttur R.

„Ég er bara mjög ánægður með sigurinn, fyrstu 20 mínútur af seinni hálfleik spiluðum við hræðilega en við náðum að halda og silgdum sigrinum heim. Fyrir nokkrum árum hefðum við örugglega tapað leiknum en ekki núna. Í fyrri hálfleik vörðumst við vel og beittum skyndisóknum."

Þróttur R. endaði í 4. sæti deildarinnar í ár.

„Markmið sumarsins var að ná fleiri stigum en í fyrra, við náðum því og fengum færri mörk á okkur og skoruðum jafn mörg mörk eða einu marki meira en í fyrra svo við bættum okkur og ég er mjög ánægður með það".

Verður Nik Chamberlain áfram með Þrótt á næsta tímabili.

„Það er planið, við verðum að halda hópnum og styrkja okkur en meira og bæta okkur enn meira á næsta ári."

Það hefur skapast umræða frá síðasta leik Þróttar þegar Íris Dögg markmaður liðsins tók víti. Alexander Aron þjálfari Aftureldingar gagnrýndi þetta á Twitter.

„Ég þarf ekki að útskýra hvað við gerum, við tölum um svona hluti á æfingu fyrir leik og enginn vildi taka víti, svo ég sagði Írisi að taka vítið. Hún getur sparkað vel í boltann, hún skoraði úr víti síðasta vetur og hún hefði tekið víti í dag hefði það verið dæmt. En þetta var ekki vanvirðing við KR, við eigum bara ekki neina vítaskyttu, kannski er Alexander svekktur með að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner