Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 01. október 2022 16:51
Kári Snorrason
Nik: Kannski er Alexander svekktur að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. mætti í heimsókn á Kópavogsvöll í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu þær Murphy Alexandra Agnew, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Danielle Julia Marcano. Þjálfari Þróttar R. hann Nik Chamberlain mætti léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Þróttur R.

„Ég er bara mjög ánægður með sigurinn, fyrstu 20 mínútur af seinni hálfleik spiluðum við hræðilega en við náðum að halda og silgdum sigrinum heim. Fyrir nokkrum árum hefðum við örugglega tapað leiknum en ekki núna. Í fyrri hálfleik vörðumst við vel og beittum skyndisóknum."

Þróttur R. endaði í 4. sæti deildarinnar í ár.

„Markmið sumarsins var að ná fleiri stigum en í fyrra, við náðum því og fengum færri mörk á okkur og skoruðum jafn mörg mörk eða einu marki meira en í fyrra svo við bættum okkur og ég er mjög ánægður með það".

Verður Nik Chamberlain áfram með Þrótt á næsta tímabili.

„Það er planið, við verðum að halda hópnum og styrkja okkur en meira og bæta okkur enn meira á næsta ári."

Það hefur skapast umræða frá síðasta leik Þróttar þegar Íris Dögg markmaður liðsins tók víti. Alexander Aron þjálfari Aftureldingar gagnrýndi þetta á Twitter.

„Ég þarf ekki að útskýra hvað við gerum, við tölum um svona hluti á æfingu fyrir leik og enginn vildi taka víti, svo ég sagði Írisi að taka vítið. Hún getur sparkað vel í boltann, hún skoraði úr víti síðasta vetur og hún hefði tekið víti í dag hefði það verið dæmt. En þetta var ekki vanvirðing við KR, við eigum bara ekki neina vítaskyttu, kannski er Alexander svekktur með að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner