Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 01. október 2022 16:51
Kári Snorrason
Nik: Kannski er Alexander svekktur að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. mætti í heimsókn á Kópavogsvöll í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu þær Murphy Alexandra Agnew, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Danielle Julia Marcano. Þjálfari Þróttar R. hann Nik Chamberlain mætti léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Þróttur R.

„Ég er bara mjög ánægður með sigurinn, fyrstu 20 mínútur af seinni hálfleik spiluðum við hræðilega en við náðum að halda og silgdum sigrinum heim. Fyrir nokkrum árum hefðum við örugglega tapað leiknum en ekki núna. Í fyrri hálfleik vörðumst við vel og beittum skyndisóknum."

Þróttur R. endaði í 4. sæti deildarinnar í ár.

„Markmið sumarsins var að ná fleiri stigum en í fyrra, við náðum því og fengum færri mörk á okkur og skoruðum jafn mörg mörk eða einu marki meira en í fyrra svo við bættum okkur og ég er mjög ánægður með það".

Verður Nik Chamberlain áfram með Þrótt á næsta tímabili.

„Það er planið, við verðum að halda hópnum og styrkja okkur en meira og bæta okkur enn meira á næsta ári."

Það hefur skapast umræða frá síðasta leik Þróttar þegar Íris Dögg markmaður liðsins tók víti. Alexander Aron þjálfari Aftureldingar gagnrýndi þetta á Twitter.

„Ég þarf ekki að útskýra hvað við gerum, við tölum um svona hluti á æfingu fyrir leik og enginn vildi taka víti, svo ég sagði Írisi að taka vítið. Hún getur sparkað vel í boltann, hún skoraði úr víti síðasta vetur og hún hefði tekið víti í dag hefði það verið dæmt. En þetta var ekki vanvirðing við KR, við eigum bara ekki neina vítaskyttu, kannski er Alexander svekktur með að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner