Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 01. október 2022 16:51
Kári Snorrason
Nik: Kannski er Alexander svekktur að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Íris Dögg skoraði úr víti gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. mætti í heimsókn á Kópavogsvöll í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þrótti en mörk Þróttar skoruðu þær Murphy Alexandra Agnew, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Danielle Julia Marcano. Þjálfari Þróttar R. hann Nik Chamberlain mætti léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Þróttur R.

„Ég er bara mjög ánægður með sigurinn, fyrstu 20 mínútur af seinni hálfleik spiluðum við hræðilega en við náðum að halda og silgdum sigrinum heim. Fyrir nokkrum árum hefðum við örugglega tapað leiknum en ekki núna. Í fyrri hálfleik vörðumst við vel og beittum skyndisóknum."

Þróttur R. endaði í 4. sæti deildarinnar í ár.

„Markmið sumarsins var að ná fleiri stigum en í fyrra, við náðum því og fengum færri mörk á okkur og skoruðum jafn mörg mörk eða einu marki meira en í fyrra svo við bættum okkur og ég er mjög ánægður með það".

Verður Nik Chamberlain áfram með Þrótt á næsta tímabili.

„Það er planið, við verðum að halda hópnum og styrkja okkur en meira og bæta okkur enn meira á næsta ári."

Það hefur skapast umræða frá síðasta leik Þróttar þegar Íris Dögg markmaður liðsins tók víti. Alexander Aron þjálfari Aftureldingar gagnrýndi þetta á Twitter.

„Ég þarf ekki að útskýra hvað við gerum, við tölum um svona hluti á æfingu fyrir leik og enginn vildi taka víti, svo ég sagði Írisi að taka vítið. Hún getur sparkað vel í boltann, hún skoraði úr víti síðasta vetur og hún hefði tekið víti í dag hefði það verið dæmt. En þetta var ekki vanvirðing við KR, við eigum bara ekki neina vítaskyttu, kannski er Alexander svekktur með að Íris hefur skorað fleiri mörk en hann í sumar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner