Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   sun 01. október 2023 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Theodór Elmar Bjarnason,
Theodór Elmar Bjarnason,
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum út eins og einhverjir trúðar. Við fengum á okkur eins auðveld mörk og hægt er," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, eftir ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki í Bestu deildinni í dag. KR lenti 1-3 undir en tókst að snúa leiknum sér í vil.

„Þetta var seinasti heimaleikurinn í ár og seinasti leikurinn hjá Rúnari Kristins á KR-vellinum í einhvern tíma. Hann á sennilega 30 prósent af öllum titlum sem KR hefur unnið. Við vildum klára þetta með sæmd fyrir hann og fyrir okkur sjálfa."

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það var þvílíkur karakter að koma til baka, það er geggjað að standa uppi sem sigurvegari."

Það var vel farið yfir málin í hálfleik hjá KR-ingum.

„Við vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan, stappa í okkur stálið. Við töluðum um að þetta væri alls ekki nógu gott og að við ættum mikið inni. Við trúðum á þetta," sagði Elmar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Elmar ræðir meira um Rúnar og sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner