Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 03. júlí 2020 22:51
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekkert sérstakir í dag," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 1-2 útisigur á Þrótti Vogum fyrr í kvöld.

Brynjar Jónasson kom Þrótturum yfir í dag en Nikola Dejan Djuric skoraði svo tvö mörk fyrir Hauka fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og báru Haukar því sigur úr býtum.

„Það er erfitt að spila fótbolta á þurru grasi, pínu loðið og svo framvegis. Svo eru einstaka hlutir sem við getum gert betur sem ég var ekki alveg sáttur við en við tökum sigrinum að sjálfsögðu."
Heimamenn í Þrótti mættu ungu liði Hauka af mikilli hörku í dag og var Igor nokkuð sáttur með hvernig hans lið höndlaði það.

„Við höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum eða sparka í þá til baka. Það er leikur sem við getum ekki unnið, held ég. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum þeim í ár svo við erum svosem vanir þessu."

Eins og fyrr segir þá skoraði Nikola Dejan Djuric bæði mörk Hauka í leiknum og hefur hann nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar. Igor er sáttur með að hafa Nikola í sýnu liði.

„Það ótrúlega mikilvægt að hafa afgerandi leikmann og Nikola er loksins farinn að gera út um leiki. Það eru ekki lengur bara aukaspyrnur eða vítaspyrnur. Hann er farinn að gera meira og spila betur til baka. Við erum hrikalega ánægðir að hafa hann."

Haukar eru með fullt hús stiga á toppi 2.deildarinnar, ásamt Kórdrengjum. Þegar Igor var spurður út í spilamennsku liðsins það sem af er tímabili þá gaf hann einfaldlega einkunn.

„Eigum við ekki að segja 7,2 af 10"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner