Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 03. ágúst 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, rædd við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Tvö töpuð stig, við fengum góð færi til að klára leikinn, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. En við vorum líka heppnir að lenda ekki 1-0 undir, þeir áttu skot í stöng," sagði Ólafur.

„Heilt yfir fannst við betri aðilinn í leiknum og miðað við færin sem við fáum er það mjög jákvætt af því við höfum ekki verið að fá alltof mikið af færum undanfarið. Annars er ég heilt yfir ánægður með leikinn en ekki með niðurstöðuna."

Fylkir fékk nokkur virkilega góð færi í þessum leik. Hvernig skoruðið þið ekki í þessum leik?

„Stundum dettur þetta stöngin inn og stöngin út. Það er bara eins og það er. Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann."

Átti Fylkir að fá víti undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér sýndist það klárlega og þeir sem ég hef talað við hafa allir sagt að þetta átti að vera víti en það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni."

Daði Ólafsson fékk rautt spjald í lok leiksins. Hvað fannst þér um það?

„Þetta er náttúrulega alveg hinu megin en það er bara eins og það er. Rautt og ekki rautt, skiptir ekki öllu máli miðað við að við fengum ekki þrjú stig."
Athugasemdir
banner