29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 03. ágúst 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, rædd við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Tvö töpuð stig, við fengum góð færi til að klára leikinn, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. En við vorum líka heppnir að lenda ekki 1-0 undir, þeir áttu skot í stöng," sagði Ólafur.

„Heilt yfir fannst við betri aðilinn í leiknum og miðað við færin sem við fáum er það mjög jákvætt af því við höfum ekki verið að fá alltof mikið af færum undanfarið. Annars er ég heilt yfir ánægður með leikinn en ekki með niðurstöðuna."

Fylkir fékk nokkur virkilega góð færi í þessum leik. Hvernig skoruðið þið ekki í þessum leik?

„Stundum dettur þetta stöngin inn og stöngin út. Það er bara eins og það er. Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann."

Átti Fylkir að fá víti undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér sýndist það klárlega og þeir sem ég hef talað við hafa allir sagt að þetta átti að vera víti en það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni."

Daði Ólafsson fékk rautt spjald í lok leiksins. Hvað fannst þér um það?

„Þetta er náttúrulega alveg hinu megin en það er bara eins og það er. Rautt og ekki rautt, skiptir ekki öllu máli miðað við að við fengum ekki þrjú stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner