29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 05. júlí 2020 19:24
Ester Ósk Árnadóttir
Guðmundur Steinn: Hélt að þetta yrði sigurmarkið
Mynd: KA
„Það var bara geggjað sko. Ég hélt að þetta yrði sigurmark sem hefði gert þetta ennþá skemmtilegra en annað kom á daginn," sagði Guðmundur Steinn leikmaður KA eftir 2-2 jafntefli á móti Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

Guðmundur tók víti fyrir KA á 90 mínútu sem leit út fyrir að vera sigurmarkið.

„Tilfinning var bara mjög góð að taka þetta víti. Það gerði þetta bara skemmtilegra að þetta var á 90 mínútu. Það er gott að taka víti þegar það er mikið undir."

Guðmundur kom til KA fyrir tímabilið.

„Ég kann mjög vel við mig hingað til. Búið að vera gaman. Við erum auðvitað að leita að fyrsta sigrinum ennþá í deildinni þannig það er eitthvað sem við þurfum að vinna að en allt í kringum klúbbinn og strákana er flott."

Greifavöllurinn hefur mikið verið til umræðu.

„Það er gaman þegar það myndast stemmning á Greifavellinum og það hefur verið í þessum tveimur heimaleikjum. Mikið af fólki í stúkunni og skemmtilegt en það er rétt að völlurinn er krefjandi. Það kemur niður á því sem er að gerast inn á vellinum en aftur á móti eru þeir að vinna vel í honum og gera gott. Ég treysti þeim til að halda honum góðum."

KA á leik við Fylkir á útivelli í næstu umferð.

„Þeir eru á fínu runi og sprækir þannig við vitum alveg. Allir leikir eru erfiðir og við getum ekki farið að ætlast til neins þannig við mætum tilbúnir til leiks."

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner