Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
banner
   sun 05. júlí 2020 19:24
Ester Ósk Árnadóttir
Guðmundur Steinn: Hélt að þetta yrði sigurmarkið
Mynd: KA
„Það var bara geggjað sko. Ég hélt að þetta yrði sigurmark sem hefði gert þetta ennþá skemmtilegra en annað kom á daginn," sagði Guðmundur Steinn leikmaður KA eftir 2-2 jafntefli á móti Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

Guðmundur tók víti fyrir KA á 90 mínútu sem leit út fyrir að vera sigurmarkið.

„Tilfinning var bara mjög góð að taka þetta víti. Það gerði þetta bara skemmtilegra að þetta var á 90 mínútu. Það er gott að taka víti þegar það er mikið undir."

Guðmundur kom til KA fyrir tímabilið.

„Ég kann mjög vel við mig hingað til. Búið að vera gaman. Við erum auðvitað að leita að fyrsta sigrinum ennþá í deildinni þannig það er eitthvað sem við þurfum að vinna að en allt í kringum klúbbinn og strákana er flott."

Greifavöllurinn hefur mikið verið til umræðu.

„Það er gaman þegar það myndast stemmning á Greifavellinum og það hefur verið í þessum tveimur heimaleikjum. Mikið af fólki í stúkunni og skemmtilegt en það er rétt að völlurinn er krefjandi. Það kemur niður á því sem er að gerast inn á vellinum en aftur á móti eru þeir að vinna vel í honum og gera gott. Ég treysti þeim til að halda honum góðum."

KA á leik við Fylkir á útivelli í næstu umferð.

„Þeir eru á fínu runi og sprækir þannig við vitum alveg. Allir leikir eru erfiðir og við getum ekki farið að ætlast til neins þannig við mætum tilbúnir til leiks."

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner