Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 05. júlí 2020 19:24
Ester Ósk Árnadóttir
Guðmundur Steinn: Hélt að þetta yrði sigurmarkið
Mynd: KA
„Það var bara geggjað sko. Ég hélt að þetta yrði sigurmark sem hefði gert þetta ennþá skemmtilegra en annað kom á daginn," sagði Guðmundur Steinn leikmaður KA eftir 2-2 jafntefli á móti Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

Guðmundur tók víti fyrir KA á 90 mínútu sem leit út fyrir að vera sigurmarkið.

„Tilfinning var bara mjög góð að taka þetta víti. Það gerði þetta bara skemmtilegra að þetta var á 90 mínútu. Það er gott að taka víti þegar það er mikið undir."

Guðmundur kom til KA fyrir tímabilið.

„Ég kann mjög vel við mig hingað til. Búið að vera gaman. Við erum auðvitað að leita að fyrsta sigrinum ennþá í deildinni þannig það er eitthvað sem við þurfum að vinna að en allt í kringum klúbbinn og strákana er flott."

Greifavöllurinn hefur mikið verið til umræðu.

„Það er gaman þegar það myndast stemmning á Greifavellinum og það hefur verið í þessum tveimur heimaleikjum. Mikið af fólki í stúkunni og skemmtilegt en það er rétt að völlurinn er krefjandi. Það kemur niður á því sem er að gerast inn á vellinum en aftur á móti eru þeir að vinna vel í honum og gera gott. Ég treysti þeim til að halda honum góðum."

KA á leik við Fylkir á útivelli í næstu umferð.

„Þeir eru á fínu runi og sprækir þannig við vitum alveg. Allir leikir eru erfiðir og við getum ekki farið að ætlast til neins þannig við mætum tilbúnir til leiks."

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner