Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 06. júlí 2020 21:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Sigldum þessu örugglega heim
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hlín Eiríksdóttir hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Ég er bara mjög sátt með þrjú stig og öruggan sigur. Ég veit að við eigum fullt inni sem er bara jákvætt að mínu mati."

"Mér fannst við spila vel á köflum en eins og ég sagði eigum við fullt inni. Þetta datt niður inn á milli en við sigldum þessu bara heim örugglega."


Garðbæingar voru nokkuð sprækar í fyrri hálfleik og náðu að koma sér í ágætis færi. Valur hafði þó svör við þessu í seinni hálfleik:

"Já við þétttum okkur í hálfleik og féllum aðeins aftar það var svona það helsta sem við ræddum í hálfleik og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hlín rétt missti af gullskónum í fyrra og var spurð að því hver markmið hennar væru í deildinni í ár. Hún sagðist vera með sín markmið en væri ekki tilbúin að deila þeim að sinni.
 
Mjólkurbikarinn tekur nú við og á Valur heimaleik við ÍBV.

"Við spiluðum við þær í síðustu viku svo við vitum aðeins meira um þær en við vissum þá og það leggst bara vel í okkur. Við duttum út í 8-liða úrslitum í fyrra minnir mig og að sjálfsögðu ætlum við að gera betur í ár."
 
Nánar er rætt við Hlín í spilaranum hér að ofan, meðal annars um álit hennar á titilbaráttunni í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner