Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 06. júlí 2020 21:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Sigldum þessu örugglega heim
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hlín Eiríksdóttir hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Ég er bara mjög sátt með þrjú stig og öruggan sigur. Ég veit að við eigum fullt inni sem er bara jákvætt að mínu mati."

"Mér fannst við spila vel á köflum en eins og ég sagði eigum við fullt inni. Þetta datt niður inn á milli en við sigldum þessu bara heim örugglega."


Garðbæingar voru nokkuð sprækar í fyrri hálfleik og náðu að koma sér í ágætis færi. Valur hafði þó svör við þessu í seinni hálfleik:

"Já við þétttum okkur í hálfleik og féllum aðeins aftar það var svona það helsta sem við ræddum í hálfleik og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hlín rétt missti af gullskónum í fyrra og var spurð að því hver markmið hennar væru í deildinni í ár. Hún sagðist vera með sín markmið en væri ekki tilbúin að deila þeim að sinni.
 
Mjólkurbikarinn tekur nú við og á Valur heimaleik við ÍBV.

"Við spiluðum við þær í síðustu viku svo við vitum aðeins meira um þær en við vissum þá og það leggst bara vel í okkur. Við duttum út í 8-liða úrslitum í fyrra minnir mig og að sjálfsögðu ætlum við að gera betur í ár."
 
Nánar er rætt við Hlín í spilaranum hér að ofan, meðal annars um álit hennar á titilbaráttunni í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner