Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   mán 06. júlí 2020 21:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Sigldum þessu örugglega heim
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók í kvöld á móti Stjörnunni á Origo vellinum á Hlíðarenda í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu stelpurnar í Val góðan 3:0 sigur og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hlín Eiríksdóttir hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

"Ég er bara mjög sátt með þrjú stig og öruggan sigur. Ég veit að við eigum fullt inni sem er bara jákvætt að mínu mati."

"Mér fannst við spila vel á köflum en eins og ég sagði eigum við fullt inni. Þetta datt niður inn á milli en við sigldum þessu bara heim örugglega."


Garðbæingar voru nokkuð sprækar í fyrri hálfleik og náðu að koma sér í ágætis færi. Valur hafði þó svör við þessu í seinni hálfleik:

"Já við þétttum okkur í hálfleik og féllum aðeins aftar það var svona það helsta sem við ræddum í hálfleik og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hlín rétt missti af gullskónum í fyrra og var spurð að því hver markmið hennar væru í deildinni í ár. Hún sagðist vera með sín markmið en væri ekki tilbúin að deila þeim að sinni.
 
Mjólkurbikarinn tekur nú við og á Valur heimaleik við ÍBV.

"Við spiluðum við þær í síðustu viku svo við vitum aðeins meira um þær en við vissum þá og það leggst bara vel í okkur. Við duttum út í 8-liða úrslitum í fyrra minnir mig og að sjálfsögðu ætlum við að gera betur í ár."
 
Nánar er rætt við Hlín í spilaranum hér að ofan, meðal annars um álit hennar á titilbaráttunni í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner