Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 07. september 2020 20:37
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni
Lengjudeildin
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Meðan að það er auðvelt að meiða okkur svona og við fáum á okkur ódýr mörk í boxinu eftir föst leikatriði, trekk í trekk og leik eftir leik - þá auðvitað er svekkelsið mikið. Þeir voru grimmari í boxinu, þó að þetta hafi ekki verið nein færi,'' sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir 1-3 tap gegn Keflavík á Þórsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Eins og allir vita, þá breyta mörk leikjum mikið, þannig að þetta var erfitt og það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar að við lekum auðveldlega svona mörkum. Sérstaklega á heimavelli. Ömurlegt.''

Þórsarar komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en strönduðu oftar en ekki á Sindra Kristni i marki Keflavíkur.

„Já, mörk auðvitað breyta leikjum. Klárlega gat Þórsliðið skorað 3-4 mörk í dag. Hann varði tvisvar geggjaðslega vel en það þýðir bara ekkert að væla yfir því. Mörk telja í fótbolta og að er það sem skiptir máli. Þau láku inn hinu megin.''

Hann hélt áfram:

„Erfitt þegar maður sér að liðið er í gírnum og við byrjum leikinn, komumst yfir en svo hálfpartinn deyr leikurinn hérna á smá kafla með einhverju klafsi og seinni bolta inní boxi og mark. Auðvitað fer hausinn langt ofan í bringu og erfitt kannski að rífa allt liðið upp eftir það''

Þórsarar eru nú 7 stigum frá 2. sæti og ekki útlit fyrir að þeir spili í Pepsi Max deildinni á næsta ári.

„Við erum eiginlega búnir að stimpla okkur út, ef að menn hafi einhverntímann verið með það í kollinum að við værum að blanda okkur af alvöru í þessa toppbaráttu. Ég held að það hafi nú farið mesti sjarminn af því í dag og við þurfum þá bara að fókusa á að klára þetta mót eins og menn, eða bara fara heim að grenja,'' sagði Páll að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir