Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 08. júní 2024 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst við óveðri á Akureyri - „Skilgreiningin á liðssigri"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að koma á Akureyri að klára þetta," sagði Agla María leikmaður Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór/KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum að grasið væri ekki upp á sitt besta þannig það þýddi ekkert að spila endalaust út úr vörninni. Við vorum meðvitaðar um það og nýttum okkar styrkleika og vorum duglegar að senda boltann langan í dag og það virkaði," sagði Agla María.

Agla María skoraði eitt og lagði upp annað. Hún var gríðarlega ánægð með frammistöðu liðsins í heild sinni.

„Mér fannst frammistaða liðsins heilt yfir mjög góð. Mín frammistaða var ekki betri en einhvers annars í liðinu. Við vorum að vinna fyrir hvor aðra, þetta var skilgreiningin á liðssigri," sagði Agla María.

Það hefur snjóað á Akureyri undanfarna daga og aðstæður á vellinum ekki upp á sitt besta. Það truflaði Öglu Maríu ekki.

„Hann er í raun ekkert verri en þegar maður kemur á Akureyri ef ég er alveg hreinskilin. Eins og fréttaflutningur hefur verið bjóst ég við einhverju óveðri hérna. Þetta var fullkomið fótboltaveður og ágætis aðstæður, ekki yfir neinu að kvarta," sagði Agla María að lokum.


Athugasemdir
banner