PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 08. júní 2024 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst við óveðri á Akureyri - „Skilgreiningin á liðssigri"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að koma á Akureyri að klára þetta," sagði Agla María leikmaður Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór/KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum að grasið væri ekki upp á sitt besta þannig það þýddi ekkert að spila endalaust út úr vörninni. Við vorum meðvitaðar um það og nýttum okkar styrkleika og vorum duglegar að senda boltann langan í dag og það virkaði," sagði Agla María.

Agla María skoraði eitt og lagði upp annað. Hún var gríðarlega ánægð með frammistöðu liðsins í heild sinni.

„Mér fannst frammistaða liðsins heilt yfir mjög góð. Mín frammistaða var ekki betri en einhvers annars í liðinu. Við vorum að vinna fyrir hvor aðra, þetta var skilgreiningin á liðssigri," sagði Agla María.

Það hefur snjóað á Akureyri undanfarna daga og aðstæður á vellinum ekki upp á sitt besta. Það truflaði Öglu Maríu ekki.

„Hann er í raun ekkert verri en þegar maður kemur á Akureyri ef ég er alveg hreinskilin. Eins og fréttaflutningur hefur verið bjóst ég við einhverju óveðri hérna. Þetta var fullkomið fótboltaveður og ágætis aðstæður, ekki yfir neinu að kvarta," sagði Agla María að lokum.


Athugasemdir
banner
banner