„Beint eftir leik er kannski smá svekkelsi eftir að hafa verið með 2-1 forystu alveg fram í endann og með stjórn á leiknum. Það er pirrandi að missa þetta á svona hátt, aukaspyrna í lokin og hann dettur inn, það er extra pirrandi," sagði Júlíus Magnússon, leikmaður Víkings, eftir jafntefli gegn KA í dag.
„Maður hefði sætt sig við þetta ef þetta hefði verið frábærlega gert hjá þeim, auðvitað góðar spyrnur en ekki svona eitthvað sem maður getur sætt sig við um leið eftir leik."
„Maður hefði sætt sig við þetta ef þetta hefði verið frábærlega gert hjá þeim, auðvitað góðar spyrnur en ekki svona eitthvað sem maður getur sætt sig við um leið eftir leik."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KA
Fréttaritari tilkynnti Júlíusi að Valur, topplið deildarinnar, hefði tapað gegn Leikni á sama tíma.
„Já, ok þú segir nokkuð, ég vissi ekki af því. Það eru fínar fréttir en gerir þetta næstum því extra pirrandi vegna þess að við hefðum getað klórað okkur ennþá nær og sett okkur á betri stað."
Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir dýfu, sástu hvað gerist þar?
„Nei, ég sá það ekki alveg nógu vel en frá mínu sjónarhorni þá fellur hann dálítið skringilega. Ef það er snerting þá finnst mér þetta vera víti. Ef hann lét sig detta á svona hátt þá er þetta frekar góð fella en ég sá þetta ekki nóg vel," sagði Júlli.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir