Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 08. ágúst 2022 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst sigurinn verðskuldaður - „Níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu"
Ánægður í leikslok
Ánægður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara rosalega vel með þetta. Þetta eru sætustu sigrarnir: að vinna með marki í restina eftir að hafa lagt á sig rosalega mikla vinnu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Við vorum með töluverða yfirburði fannst mér í fyrri hálfleik en svo missum við Patrik út af í byrjun seinni hálfleiks og þá riðlast aðeins hjá okkur og Leiknismenn komast meira inn í leikinn, skapa sér færi og Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel. Við fengum líka mjög hættulegar skyndisóknir, hefðum getað skorað fleiri mörk en náðum að skora í restina sem var virkilega ljúft."

Siggi segir að Keflavík hafi ekki verið 100% á því hvernig Leiknir myndi stilla upp á móti sér. „Það er sama, við eigum að geta spilað boltanum aðeins betur og hraðar innan liðsins. Við reyndum að laga það en riðlaðist aðeins þegar Patrik fór út af enda frábær leikmaður."

Patrik hafði komið Keflavík yfir í lok fyrri hálfleiks en fór af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks.

„Auðvitað áttu bæði lið sína kafla í leiknum og þegar Leiknismenn lentu undir þá fóru þeir að sækja meira á okkur og settu okkur undir pressu. Við vorum í erfiðleikum að finna lausnir á því í smá tíma. En svo kom þetta hjá okkur," sagði Siggi sem minntist í kjölfarið á færin sem Keflavík fékk í seinni hálfleiknum.

„Á endanum náðum við að skora, það sýnir bara frábæran karakter hjá okkur. Ég held að þetta sé níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu og það er virkilega ljúft. Við töldum okkur óheppna að tapa gegn Breiðablik og KA alveg í restina en í staðinn þá erum við núna að vinna." Ef tölfræðin er skoðuð þá hefur Keflavík skorað níu mörk á 75. mínútu eða síðar í leikjum í Bestu deildinni í sumar og fengið á sig átta.

Siggi var á því að þetta væru verðskulduð þrjú stig fyrir Keflavík. „Þetta var vissulega erfiður leikur og Leiknismenn bitu vel frá sér."

Keflavík hefur gefið út að markmið liðsins sé að enda í efri helmingi deildarinnar, topp sex. „Nú er KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá erum við komnir í sjötta sætið," sagði Siggi Raggi.

Viðtalið er aðeins lengra og er Siggi einnig spurður út í samningsstöðu þriggja lykilmanna liðsins sem og leikbannið sem Rúnar Þór Sigurgeirsson var úrskurðaður í í síðustu viku. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner