Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mán 08. ágúst 2022 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst sigurinn verðskuldaður - „Níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu"
Ánægður í leikslok
Ánægður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara rosalega vel með þetta. Þetta eru sætustu sigrarnir: að vinna með marki í restina eftir að hafa lagt á sig rosalega mikla vinnu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Við vorum með töluverða yfirburði fannst mér í fyrri hálfleik en svo missum við Patrik út af í byrjun seinni hálfleiks og þá riðlast aðeins hjá okkur og Leiknismenn komast meira inn í leikinn, skapa sér færi og Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel. Við fengum líka mjög hættulegar skyndisóknir, hefðum getað skorað fleiri mörk en náðum að skora í restina sem var virkilega ljúft."

Siggi segir að Keflavík hafi ekki verið 100% á því hvernig Leiknir myndi stilla upp á móti sér. „Það er sama, við eigum að geta spilað boltanum aðeins betur og hraðar innan liðsins. Við reyndum að laga það en riðlaðist aðeins þegar Patrik fór út af enda frábær leikmaður."

Patrik hafði komið Keflavík yfir í lok fyrri hálfleiks en fór af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks.

„Auðvitað áttu bæði lið sína kafla í leiknum og þegar Leiknismenn lentu undir þá fóru þeir að sækja meira á okkur og settu okkur undir pressu. Við vorum í erfiðleikum að finna lausnir á því í smá tíma. En svo kom þetta hjá okkur," sagði Siggi sem minntist í kjölfarið á færin sem Keflavík fékk í seinni hálfleiknum.

„Á endanum náðum við að skora, það sýnir bara frábæran karakter hjá okkur. Ég held að þetta sé níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu og það er virkilega ljúft. Við töldum okkur óheppna að tapa gegn Breiðablik og KA alveg í restina en í staðinn þá erum við núna að vinna." Ef tölfræðin er skoðuð þá hefur Keflavík skorað níu mörk á 75. mínútu eða síðar í leikjum í Bestu deildinni í sumar og fengið á sig átta.

Siggi var á því að þetta væru verðskulduð þrjú stig fyrir Keflavík. „Þetta var vissulega erfiður leikur og Leiknismenn bitu vel frá sér."

Keflavík hefur gefið út að markmið liðsins sé að enda í efri helmingi deildarinnar, topp sex. „Nú er KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá erum við komnir í sjötta sætið," sagði Siggi Raggi.

Viðtalið er aðeins lengra og er Siggi einnig spurður út í samningsstöðu þriggja lykilmanna liðsins sem og leikbannið sem Rúnar Þór Sigurgeirsson var úrskurðaður í í síðustu viku. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner