Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 08. ágúst 2022 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst sigurinn verðskuldaður - „Níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu"
Ánægður í leikslok
Ánægður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
'Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara rosalega vel með þetta. Þetta eru sætustu sigrarnir: að vinna með marki í restina eftir að hafa lagt á sig rosalega mikla vinnu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Við vorum með töluverða yfirburði fannst mér í fyrri hálfleik en svo missum við Patrik út af í byrjun seinni hálfleiks og þá riðlast aðeins hjá okkur og Leiknismenn komast meira inn í leikinn, skapa sér færi og Sindri Kristinn varði nokkrum sinnum vel. Við fengum líka mjög hættulegar skyndisóknir, hefðum getað skorað fleiri mörk en náðum að skora í restina sem var virkilega ljúft."

Siggi segir að Keflavík hafi ekki verið 100% á því hvernig Leiknir myndi stilla upp á móti sér. „Það er sama, við eigum að geta spilað boltanum aðeins betur og hraðar innan liðsins. Við reyndum að laga það en riðlaðist aðeins þegar Patrik fór út af enda frábær leikmaður."

Patrik hafði komið Keflavík yfir í lok fyrri hálfleiks en fór af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks.

„Auðvitað áttu bæði lið sína kafla í leiknum og þegar Leiknismenn lentu undir þá fóru þeir að sækja meira á okkur og settu okkur undir pressu. Við vorum í erfiðleikum að finna lausnir á því í smá tíma. En svo kom þetta hjá okkur," sagði Siggi sem minntist í kjölfarið á færin sem Keflavík fékk í seinni hálfleiknum.

„Á endanum náðum við að skora, það sýnir bara frábæran karakter hjá okkur. Ég held að þetta sé níunda markið í sumar sem við skorum á síðasta korterinu og það er virkilega ljúft. Við töldum okkur óheppna að tapa gegn Breiðablik og KA alveg í restina en í staðinn þá erum við núna að vinna." Ef tölfræðin er skoðuð þá hefur Keflavík skorað níu mörk á 75. mínútu eða síðar í leikjum í Bestu deildinni í sumar og fengið á sig átta.

Siggi var á því að þetta væru verðskulduð þrjú stig fyrir Keflavík. „Þetta var vissulega erfiður leikur og Leiknismenn bitu vel frá sér."

Keflavík hefur gefið út að markmið liðsins sé að enda í efri helmingi deildarinnar, topp sex. „Nú er KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá erum við komnir í sjötta sætið," sagði Siggi Raggi.

Viðtalið er aðeins lengra og er Siggi einnig spurður út í samningsstöðu þriggja lykilmanna liðsins sem og leikbannið sem Rúnar Þór Sigurgeirsson var úrskurðaður í í síðustu viku. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner