Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   sun 08. september 2019 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Slógu okkur út af laginu en nýttu ekki færin
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa tryggt liðinu áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni í dag en liðið vann Keflavík 4-1.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Keflavík

Ekki byrjaði það vel hjá Stjörnunni en Maired Clare Fulton skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Liðið fékk mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan mætti með grimmd í síðari hálfleikinn og skoraði liðið þar fjögur mörk og ljóst að sæti liðsins er tryggt í Pepsi Max-deildinni.

„Við fengum ekki á okkur mark á 2. mínútu eins og gerðist í Keflavík og þá náði Keflavík að nýta færin strax og sló okkur algerlega út af laginu. Nú slógu þær okkur út af laginu en þeim tókst ekki að skora en það stressaðist allt upp hjá okkur og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera en í seinni hálfleik þá spilaðist leikurinn eins og við vorum búnar að setja hann upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessari leiktíð en liðið er nú í 7. sæti með 19 stig.

„Það er búið að vera það. Eftir þessa hrinu þar sem við náðum í ansi fá stig þá drógumst við í þennan þétta pakka. Deildin er öðruvísi í ár svona miðað við undanfarin ár, það er ekki 1, 2 eða 3 lið sem eru neðst það er bara barátta."

„Þannig séð. Þú vilt alltaf enda sem efst á töflunni en við erum með ákveðin markmið fyrir síðustu leikina en það er smá eftir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner