Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   sun 08. september 2019 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Slógu okkur út af laginu en nýttu ekki færin
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa tryggt liðinu áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni í dag en liðið vann Keflavík 4-1.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Keflavík

Ekki byrjaði það vel hjá Stjörnunni en Maired Clare Fulton skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Liðið fékk mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan mætti með grimmd í síðari hálfleikinn og skoraði liðið þar fjögur mörk og ljóst að sæti liðsins er tryggt í Pepsi Max-deildinni.

„Við fengum ekki á okkur mark á 2. mínútu eins og gerðist í Keflavík og þá náði Keflavík að nýta færin strax og sló okkur algerlega út af laginu. Nú slógu þær okkur út af laginu en þeim tókst ekki að skora en það stressaðist allt upp hjá okkur og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera en í seinni hálfleik þá spilaðist leikurinn eins og við vorum búnar að setja hann upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessari leiktíð en liðið er nú í 7. sæti með 19 stig.

„Það er búið að vera það. Eftir þessa hrinu þar sem við náðum í ansi fá stig þá drógumst við í þennan þétta pakka. Deildin er öðruvísi í ár svona miðað við undanfarin ár, það er ekki 1, 2 eða 3 lið sem eru neðst það er bara barátta."

„Þannig séð. Þú vilt alltaf enda sem efst á töflunni en við erum með ákveðin markmið fyrir síðustu leikina en það er smá eftir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner