Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 08. september 2019 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Slógu okkur út af laginu en nýttu ekki færin
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa tryggt liðinu áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni í dag en liðið vann Keflavík 4-1.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Keflavík

Ekki byrjaði það vel hjá Stjörnunni en Maired Clare Fulton skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Liðið fékk mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan mætti með grimmd í síðari hálfleikinn og skoraði liðið þar fjögur mörk og ljóst að sæti liðsins er tryggt í Pepsi Max-deildinni.

„Við fengum ekki á okkur mark á 2. mínútu eins og gerðist í Keflavík og þá náði Keflavík að nýta færin strax og sló okkur algerlega út af laginu. Nú slógu þær okkur út af laginu en þeim tókst ekki að skora en það stressaðist allt upp hjá okkur og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera en í seinni hálfleik þá spilaðist leikurinn eins og við vorum búnar að setja hann upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessari leiktíð en liðið er nú í 7. sæti með 19 stig.

„Það er búið að vera það. Eftir þessa hrinu þar sem við náðum í ansi fá stig þá drógumst við í þennan þétta pakka. Deildin er öðruvísi í ár svona miðað við undanfarin ár, það er ekki 1, 2 eða 3 lið sem eru neðst það er bara barátta."

„Þannig séð. Þú vilt alltaf enda sem efst á töflunni en við erum með ákveðin markmið fyrir síðustu leikina en það er smá eftir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir