Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   sun 08. september 2019 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Slógu okkur út af laginu en nýttu ekki færin
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa tryggt liðinu áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni í dag en liðið vann Keflavík 4-1.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Keflavík

Ekki byrjaði það vel hjá Stjörnunni en Maired Clare Fulton skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Liðið fékk mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan mætti með grimmd í síðari hálfleikinn og skoraði liðið þar fjögur mörk og ljóst að sæti liðsins er tryggt í Pepsi Max-deildinni.

„Við fengum ekki á okkur mark á 2. mínútu eins og gerðist í Keflavík og þá náði Keflavík að nýta færin strax og sló okkur algerlega út af laginu. Nú slógu þær okkur út af laginu en þeim tókst ekki að skora en það stressaðist allt upp hjá okkur og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera en í seinni hálfleik þá spilaðist leikurinn eins og við vorum búnar að setja hann upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessari leiktíð en liðið er nú í 7. sæti með 19 stig.

„Það er búið að vera það. Eftir þessa hrinu þar sem við náðum í ansi fá stig þá drógumst við í þennan þétta pakka. Deildin er öðruvísi í ár svona miðað við undanfarin ár, það er ekki 1, 2 eða 3 lið sem eru neðst það er bara barátta."

„Þannig séð. Þú vilt alltaf enda sem efst á töflunni en við erum með ákveðin markmið fyrir síðustu leikina en það er smá eftir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner