29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 08. október 2019 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Dagný Brynjars: Of gott færi til að skalla hann ekki
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var með sérstaka grímu í kvöld í 6-0 sigrinum á Lettum í kvöld en hún virðist veita lukku því Dagný komst á blað.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Ísland átti ekki í miklum erfiðleikum með Lettland og situr nú með fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjunum ásamt Svíum.

Dagný skoraði með skalla í leiknum en hún er með grímu vegna nefbrots sem átti sér stað í leik með Portland Thorns fyrir aðeins átta dögum síðan.

„Ánægjulegt fyrst og fremst að fá þrjú stig og gott að setja sex mörk. VIð erum ekki búnar að skora það mikið í undankeppninni eða ágætlega mikið bara," sagði Dagný.

„Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og vissum að þær myndu liggja í grasinu. Þetta var þolinmæðisvinna og þurftum að halda haus oft á tíðum."

Dagný skoraði nánast með grímunni en færið var of gott til að skalla hann ekki.

„Það er þægilegt. Ég viðurkenni að þetta er ekki það þægilegasta en hlakka til að losna við hana. Það styttist en þetta var of góður bolti til að skalla hann ekki. Ég vissi að ég gat skallað hann þó ég væri ekki að fara upp í jafn mikið af skallaboltum og ég hefði getað gert og það eru bara átta dagar síðan ég nefbrotnaði og óþarfi að rífa upp brotið aftur."

„Þrír sigurleikir og nú er að halda áfram. Það var mikilvægt að klára landsliðsárið vel. Næsta landsliðsverkefnið er ekki fyrr en á Algarve og gott að enda þetta svona,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner