Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 08. október 2019 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Dagný Brynjars: Of gott færi til að skalla hann ekki
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var með sérstaka grímu í kvöld í 6-0 sigrinum á Lettum í kvöld en hún virðist veita lukku því Dagný komst á blað.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Ísland átti ekki í miklum erfiðleikum með Lettland og situr nú með fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjunum ásamt Svíum.

Dagný skoraði með skalla í leiknum en hún er með grímu vegna nefbrots sem átti sér stað í leik með Portland Thorns fyrir aðeins átta dögum síðan.

„Ánægjulegt fyrst og fremst að fá þrjú stig og gott að setja sex mörk. VIð erum ekki búnar að skora það mikið í undankeppninni eða ágætlega mikið bara," sagði Dagný.

„Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og vissum að þær myndu liggja í grasinu. Þetta var þolinmæðisvinna og þurftum að halda haus oft á tíðum."

Dagný skoraði nánast með grímunni en færið var of gott til að skalla hann ekki.

„Það er þægilegt. Ég viðurkenni að þetta er ekki það þægilegasta en hlakka til að losna við hana. Það styttist en þetta var of góður bolti til að skalla hann ekki. Ég vissi að ég gat skallað hann þó ég væri ekki að fara upp í jafn mikið af skallaboltum og ég hefði getað gert og það eru bara átta dagar síðan ég nefbrotnaði og óþarfi að rífa upp brotið aftur."

„Þrír sigurleikir og nú er að halda áfram. Það var mikilvægt að klára landsliðsárið vel. Næsta landsliðsverkefnið er ekki fyrr en á Algarve og gott að enda þetta svona,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner