Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 08. október 2019 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Dagný Brynjars: Of gott færi til að skalla hann ekki
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var með sérstaka grímu í kvöld í 6-0 sigrinum á Lettum í kvöld en hún virðist veita lukku því Dagný komst á blað.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Ísland átti ekki í miklum erfiðleikum með Lettland og situr nú með fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjunum ásamt Svíum.

Dagný skoraði með skalla í leiknum en hún er með grímu vegna nefbrots sem átti sér stað í leik með Portland Thorns fyrir aðeins átta dögum síðan.

„Ánægjulegt fyrst og fremst að fá þrjú stig og gott að setja sex mörk. VIð erum ekki búnar að skora það mikið í undankeppninni eða ágætlega mikið bara," sagði Dagný.

„Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og vissum að þær myndu liggja í grasinu. Þetta var þolinmæðisvinna og þurftum að halda haus oft á tíðum."

Dagný skoraði nánast með grímunni en færið var of gott til að skalla hann ekki.

„Það er þægilegt. Ég viðurkenni að þetta er ekki það þægilegasta en hlakka til að losna við hana. Það styttist en þetta var of góður bolti til að skalla hann ekki. Ég vissi að ég gat skallað hann þó ég væri ekki að fara upp í jafn mikið af skallaboltum og ég hefði getað gert og það eru bara átta dagar síðan ég nefbrotnaði og óþarfi að rífa upp brotið aftur."

„Þrír sigurleikir og nú er að halda áfram. Það var mikilvægt að klára landsliðsárið vel. Næsta landsliðsverkefnið er ekki fyrr en á Algarve og gott að enda þetta svona,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner