Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 10. júní 2023 18:01
Brynjar Óli Ágústsson
Helgi: Menn voru orðnir vel stífir og þreyttir í seinni hálfleik
Lengjudeildin
<b>Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur.</b>
Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta var svekkjandi. Þegar lið eins og Grindavík er komið með tvö núll forystu þá eigum við að geta haldið henni betur,'' segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavík, eftir 2-2 jafntefi gegn Leiknir R. í 6. umferð Lengjudeildarinnar í dag. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  2 Grindavík

„Við lendum í vissum áföllum í leiknum. Missum stóra pósta útaf með meiðsli, en við eigum samt að geta dílað við það betur,''

„Búið að vera mikið prógram hjá okkur í deild og bikar, auk ferðalag að vestan og aukreyri, þannig það er búið að vera mikið . Það greinilega gerði það að verkum að menn voru orðnir vel stýfir og þreyttir í seinni hálfleik,''

„Ég er mjög ánægður með margt í leiknum. Sértaka í fyrri hálfleik vorum við að spila feikivel, halda vel í boltann og góðar sóknir,''

Edi kemst loksins á blað eftir smá neikvæða umfjöllun tengt markaskorun hans í tímabilinu. 

„Mörk hljóta að gefa senturum mikið sjálfstraust, það er ljóst. Hann stóð sig bara mjög vel þegar hann kom inná í dag og náði að brjóta múrinn. Vonandi fyrir okkur og hann sjálfan að fleiri mörk muna fylgja eftir.''

Óskar Örn fór útaf meiddur snemma í leiknum. 

„Okkur er sagt að þetta er mjög vægt. Hvort það sé þá næsti eða þar næsti leikur, það verður bara að koma í ljós. Hann fékk eitthvað tak í lærið.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner