
„Þetta var svekkjandi. Þegar lið eins og Grindavík er komið með tvö núll forystu þá eigum við að geta haldið henni betur,'' segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavík, eftir 2-2 jafntefi gegn Leiknir R. í 6. umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 2 Grindavík
„Við lendum í vissum áföllum í leiknum. Missum stóra pósta útaf með meiðsli, en við eigum samt að geta dílað við það betur,''
„Búið að vera mikið prógram hjá okkur í deild og bikar, auk ferðalag að vestan og aukreyri, þannig það er búið að vera mikið . Það greinilega gerði það að verkum að menn voru orðnir vel stýfir og þreyttir í seinni hálfleik,''
„Ég er mjög ánægður með margt í leiknum. Sértaka í fyrri hálfleik vorum við að spila feikivel, halda vel í boltann og góðar sóknir,''
Edi kemst loksins á blað eftir smá neikvæða umfjöllun tengt markaskorun hans í tímabilinu.
„Mörk hljóta að gefa senturum mikið sjálfstraust, það er ljóst. Hann stóð sig bara mjög vel þegar hann kom inná í dag og náði að brjóta múrinn. Vonandi fyrir okkur og hann sjálfan að fleiri mörk muna fylgja eftir.''
Óskar Örn fór útaf meiddur snemma í leiknum.
„Okkur er sagt að þetta er mjög vægt. Hvort það sé þá næsti eða þar næsti leikur, það verður bara að koma í ljós. Hann fékk eitthvað tak í lærið.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.