Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   lau 10. júní 2023 18:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jeffsy þétti raðirnar - „Bað hann um meira og hann svaraði kallinu"
Lengjudeildin
Okkar leikplan var að gera allt til þess að halda hreinu
Okkar leikplan var að gera allt til þess að halda hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég bað hann um það fyrir leikinn að ég vildi fá meira frá honum og hann svaraði kalli þjálfarans í dag
Ég bað hann um það fyrir leikinn að ég vildi fá meira frá honum og hann svaraði kalli þjálfarans í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er ánægður með þetta verkefni og hvernig við erum að þróa okkar leik og það er stemning í kringum þetta
Ég er ánægður með þetta verkefni og hvernig við erum að þróa okkar leik og það er stemning í kringum þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur, við erum búnir að fá alltof mikið af mörkum á okkur og okkar leikplan var að gera allt til þess að halda hreinu. Ég var viss um að ef við myndum gera það þá myndum við alltaf skapa færi og skora mörk líka. En þetta þurfti að byrja varnarlega og ég er mjög ánægður með það í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir sigur á Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

Sveinn Óli í marki Þróttara þurfti einungis að verja eitt skot í leiknum og kom það eftir að Þróttur komst í 3-0.

„Hann þurfti að gera lítið í dag, en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Það var eins með alla í dag, við vorum mjög gíraðir í leikinn eftir svekkelsi gegn Selfossi og Njarðvík. Mér fannst sigurinn sanngjarn."

Þróttarar fóru í þriggja miðvarða kerfi í þessum leik.

„Við vorum búnir að breyta tvisvar á tímabilinu og mér fannst það hafa gengið á þeim köflum sem við breyttum. Við hugsuðum um að gera eitthvað til að hjálpa varnarleiknum og mér fannst þetta hafa jákvæð áhrif á liðið í dag."

Guðmundur Axel Hilmarsson er ríflega tveir metrar á hæð og var að valda usla í varnarlínu Þórsara. Þróttarar voru duglegir að vinna í kringum hann og átti hann þátt í fyrsta markinu; með því að fá varnarmenn Þórsara í kringum sig og svo átti hann næst síðustu sendingu í öðru marki liðsins.

„Við vorum ekki að spila eins mikinn fótbolta og við höfum verið að gera, höfum verið að spila mjög vel en ekki verið að ná í úrslit. Í dag vorum við beinskeyttari og það hjálpaði að hafa hávaxinn mann frammi. Við vorum hættulegir allan leikinn, skoruðum þrjú og höfðum tækifæri til að skora fleiri."

Aron Snær Ingason skoraði tvö mörk í leiknum og var heilt yfir mjög öflugur. Eftir leik heyrðist úr klefa Þróttara: „Aron's on fire, your defense is terrified". „Hann var mjög góður í dag, eftir 10-15 mínútur kom hann virkilega sterkur inn í leikinn, skoraði tvö mörk og var hættulegur. Hann gerði hlutina virkilega vel. Ég bað hann um það fyrir leikinn að ég vildi fá meira frá honum og hann svaraði kalli þjálfarans í dag."

Heildarbragurinn á liði Þróttara var mjög góður og virkuðu þeir massífir í leiknum. Það hafði þó eflaust eitthvað með það að gera hversu bitlausir Þórsarar voru, en menn spila ekki betur en andstæðingurinn leyfir. Jeffsy hlýtur að vera ánægður með hvernig lið Þróttara lítur út í dag, eða hvað?

„Jú, en þetta er mjög jöfn deild. Það er rosalega erfitt að sækja þrjú stig í Lengjudeildinni í ár og það verður þannig að allir leikir verða erfiðir."

„Ég er ánægður með þetta verkefni og hvernig við erum að þróa okkar leik og það er stemning í kringum þetta. Það er góð blanda af ungum efnilegum heimastrákum og góðum erlendum mönnum."

„Ég er mjög góður með þessa blöndu, en við þurfum að halda áfram, það er bara næsti leikur og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,"
sagði Jeffsy.

Næsti leikur Þróttar er gegn ÍA næsta föstudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner