Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 10. júlí 2019 20:46
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ótrúlega ánægður með leikinn í heild sinni, þetta var frábær liðsigur í dag. Mjög góð orka í liðinu og við spiluðum mjög vel á köflum," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir stórsigur á HK/Víking í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

Þór/KA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum.

„Þetta var örugglega með okkar bestu frammistöðum. Við höfum átt hálfleika og hálfleika sem hafa verið góðir en heildar braggur liðsins var alveg frábær í dag. HK/Víkings stelpur eru nefnilega sprækari en þær sýndu í dag. Þetta var ekki þeirra besti leikur en að sama skapi áttum við frábæran leik."

Liðið skapaði mikið af færum og skoraði sex mörk í dag.

„Við sköpuðum okkur ekki færi af viti í Stjörnuleiknum. Við töluðum mikið um það í vikunni og æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi fyrir okkur og hvernig við ætluðum að nýta þau. Það gekk sannarlega upp í dag. Við vorum töluvert beinskeyttari í okkar leik, komumst oft í góðar leikstöður og skoruðum sex góð mörk."

Næsti leikur er stórleikur á móti Val á heimvelli.

„Líst vel á það. Þær eftir að koma brjálaðar þar sem þær töpuðu fyrir okkur í bikarnum. Við gerum fastlega ráð fyrir því að það verði erfiður leikur á móti landsliðinu."

Eftir sigurinn í dag eru 8 stig í toppliðin tvö.

„Við höldum bara áfram og sjáum hvað setur þegar mótið er búið. Við ætlum bara að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvernig það endar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner