Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 10. júlí 2019 20:46
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ótrúlega ánægður með leikinn í heild sinni, þetta var frábær liðsigur í dag. Mjög góð orka í liðinu og við spiluðum mjög vel á köflum," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir stórsigur á HK/Víking í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

Þór/KA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum.

„Þetta var örugglega með okkar bestu frammistöðum. Við höfum átt hálfleika og hálfleika sem hafa verið góðir en heildar braggur liðsins var alveg frábær í dag. HK/Víkings stelpur eru nefnilega sprækari en þær sýndu í dag. Þetta var ekki þeirra besti leikur en að sama skapi áttum við frábæran leik."

Liðið skapaði mikið af færum og skoraði sex mörk í dag.

„Við sköpuðum okkur ekki færi af viti í Stjörnuleiknum. Við töluðum mikið um það í vikunni og æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi fyrir okkur og hvernig við ætluðum að nýta þau. Það gekk sannarlega upp í dag. Við vorum töluvert beinskeyttari í okkar leik, komumst oft í góðar leikstöður og skoruðum sex góð mörk."

Næsti leikur er stórleikur á móti Val á heimvelli.

„Líst vel á það. Þær eftir að koma brjálaðar þar sem þær töpuðu fyrir okkur í bikarnum. Við gerum fastlega ráð fyrir því að það verði erfiður leikur á móti landsliðinu."

Eftir sigurinn í dag eru 8 stig í toppliðin tvö.

„Við höldum bara áfram og sjáum hvað setur þegar mótið er búið. Við ætlum bara að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvernig það endar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner