Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 10. júlí 2019 20:46
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ótrúlega ánægður með leikinn í heild sinni, þetta var frábær liðsigur í dag. Mjög góð orka í liðinu og við spiluðum mjög vel á köflum," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir stórsigur á HK/Víking í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

Þór/KA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum.

„Þetta var örugglega með okkar bestu frammistöðum. Við höfum átt hálfleika og hálfleika sem hafa verið góðir en heildar braggur liðsins var alveg frábær í dag. HK/Víkings stelpur eru nefnilega sprækari en þær sýndu í dag. Þetta var ekki þeirra besti leikur en að sama skapi áttum við frábæran leik."

Liðið skapaði mikið af færum og skoraði sex mörk í dag.

„Við sköpuðum okkur ekki færi af viti í Stjörnuleiknum. Við töluðum mikið um það í vikunni og æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi fyrir okkur og hvernig við ætluðum að nýta þau. Það gekk sannarlega upp í dag. Við vorum töluvert beinskeyttari í okkar leik, komumst oft í góðar leikstöður og skoruðum sex góð mörk."

Næsti leikur er stórleikur á móti Val á heimvelli.

„Líst vel á það. Þær eftir að koma brjálaðar þar sem þær töpuðu fyrir okkur í bikarnum. Við gerum fastlega ráð fyrir því að það verði erfiður leikur á móti landsliðinu."

Eftir sigurinn í dag eru 8 stig í toppliðin tvö.

„Við höldum bara áfram og sjáum hvað setur þegar mótið er búið. Við ætlum bara að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvernig það endar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner