Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mið 10. júlí 2019 20:46
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ótrúlega ánægður með leikinn í heild sinni, þetta var frábær liðsigur í dag. Mjög góð orka í liðinu og við spiluðum mjög vel á köflum," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir stórsigur á HK/Víking í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

Þór/KA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum.

„Þetta var örugglega með okkar bestu frammistöðum. Við höfum átt hálfleika og hálfleika sem hafa verið góðir en heildar braggur liðsins var alveg frábær í dag. HK/Víkings stelpur eru nefnilega sprækari en þær sýndu í dag. Þetta var ekki þeirra besti leikur en að sama skapi áttum við frábæran leik."

Liðið skapaði mikið af færum og skoraði sex mörk í dag.

„Við sköpuðum okkur ekki færi af viti í Stjörnuleiknum. Við töluðum mikið um það í vikunni og æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi fyrir okkur og hvernig við ætluðum að nýta þau. Það gekk sannarlega upp í dag. Við vorum töluvert beinskeyttari í okkar leik, komumst oft í góðar leikstöður og skoruðum sex góð mörk."

Næsti leikur er stórleikur á móti Val á heimvelli.

„Líst vel á það. Þær eftir að koma brjálaðar þar sem þær töpuðu fyrir okkur í bikarnum. Við gerum fastlega ráð fyrir því að það verði erfiður leikur á móti landsliðinu."

Eftir sigurinn í dag eru 8 stig í toppliðin tvö.

„Við höldum bara áfram og sjáum hvað setur þegar mótið er búið. Við ætlum bara að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvernig það endar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner