Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 10. júlí 2019 20:46
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Donni var ánægður með sitt lið í dag sem skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ótrúlega ánægður með leikinn í heild sinni, þetta var frábær liðsigur í dag. Mjög góð orka í liðinu og við spiluðum mjög vel á köflum," sagði Donni þjálfari Þór/KA eftir stórsigur á HK/Víking í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

Þór/KA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum.

„Þetta var örugglega með okkar bestu frammistöðum. Við höfum átt hálfleika og hálfleika sem hafa verið góðir en heildar braggur liðsins var alveg frábær í dag. HK/Víkings stelpur eru nefnilega sprækari en þær sýndu í dag. Þetta var ekki þeirra besti leikur en að sama skapi áttum við frábæran leik."

Liðið skapaði mikið af færum og skoraði sex mörk í dag.

„Við sköpuðum okkur ekki færi af viti í Stjörnuleiknum. Við töluðum mikið um það í vikunni og æfðum það hvernig við ætluðum að búa til fleiri færi fyrir okkur og hvernig við ætluðum að nýta þau. Það gekk sannarlega upp í dag. Við vorum töluvert beinskeyttari í okkar leik, komumst oft í góðar leikstöður og skoruðum sex góð mörk."

Næsti leikur er stórleikur á móti Val á heimvelli.

„Líst vel á það. Þær eftir að koma brjálaðar þar sem þær töpuðu fyrir okkur í bikarnum. Við gerum fastlega ráð fyrir því að það verði erfiður leikur á móti landsliðinu."

Eftir sigurinn í dag eru 8 stig í toppliðin tvö.

„Við höldum bara áfram og sjáum hvað setur þegar mótið er búið. Við ætlum bara að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvernig það endar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir