Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 11. maí 2021 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkelsi, það er alltaf hundleiðinlegt að tapa leik. Sérstaklega þegar það er lagt svo mikið púður í leikinn," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn Selfossi í Boganum í kvöld.

„Stelpurnar reyndu hvað þær gátu og því miður dugði það ekki í dag."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Hvað var Andri ósáttur með í leik sinna leikmanna?

„Það eru þessi augnablik sem skipta svo miklu máli í þessari íþrótt. Það er andartaks einbeitingarleysi og það getur skilið á milli sigurs, jafnteflis og taps. Við áttum kannski tvö slík augnablik, örfá fleiri kannski, og fengum á okkur tvö mörk í kjölfarið. Þannig þetta er afskaplega dýrt. Mínar stelpur verða að gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn, annars fer sem fer."

Fannst þér þitt lið komast í góðar stöður nægilega oft sóknarlega?

„Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hérna úti í hornunum náðum við að mynda trekk í trekk stöður tveir á einn, tveir á tvo, einn á einn, til að valda usla. Það var uppleggið að vera ekkert að dæla krossum inn í þar sem þær eru með stóra hafsenta. Við ætluðum að spila á jörðinni og í krignum það. Mér fannst það takast afar vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Andri var spurður út í inn á köll frá bekkjunum í dag.

„Ég þekki nú Alfreð alveg ágætlega og þetta er hans stíll, kannski smitast maður eitthvað aðeins af honum. Það eru einmitt þessi köll, stundum finnst mér þau, köllin hjá þjálfurum, vera fullmikil og hafa fullmikil áhrif á dómarana. Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér. Þetta er parur af leiknum, Alfreð er tilfinningamaður á hliðarlínunni og ég líka. Ég skil alla þjálfara sem eru gargandi og gólandi," sagði Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner