Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 11. maí 2021 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkelsi, það er alltaf hundleiðinlegt að tapa leik. Sérstaklega þegar það er lagt svo mikið púður í leikinn," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn Selfossi í Boganum í kvöld.

„Stelpurnar reyndu hvað þær gátu og því miður dugði það ekki í dag."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Hvað var Andri ósáttur með í leik sinna leikmanna?

„Það eru þessi augnablik sem skipta svo miklu máli í þessari íþrótt. Það er andartaks einbeitingarleysi og það getur skilið á milli sigurs, jafnteflis og taps. Við áttum kannski tvö slík augnablik, örfá fleiri kannski, og fengum á okkur tvö mörk í kjölfarið. Þannig þetta er afskaplega dýrt. Mínar stelpur verða að gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn, annars fer sem fer."

Fannst þér þitt lið komast í góðar stöður nægilega oft sóknarlega?

„Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hérna úti í hornunum náðum við að mynda trekk í trekk stöður tveir á einn, tveir á tvo, einn á einn, til að valda usla. Það var uppleggið að vera ekkert að dæla krossum inn í þar sem þær eru með stóra hafsenta. Við ætluðum að spila á jörðinni og í krignum það. Mér fannst það takast afar vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Andri var spurður út í inn á köll frá bekkjunum í dag.

„Ég þekki nú Alfreð alveg ágætlega og þetta er hans stíll, kannski smitast maður eitthvað aðeins af honum. Það eru einmitt þessi köll, stundum finnst mér þau, köllin hjá þjálfurum, vera fullmikil og hafa fullmikil áhrif á dómarana. Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér. Þetta er parur af leiknum, Alfreð er tilfinningamaður á hliðarlínunni og ég líka. Ég skil alla þjálfara sem eru gargandi og gólandi," sagði Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner