Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   þri 11. maí 2021 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkelsi, það er alltaf hundleiðinlegt að tapa leik. Sérstaklega þegar það er lagt svo mikið púður í leikinn," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn Selfossi í Boganum í kvöld.

„Stelpurnar reyndu hvað þær gátu og því miður dugði það ekki í dag."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Hvað var Andri ósáttur með í leik sinna leikmanna?

„Það eru þessi augnablik sem skipta svo miklu máli í þessari íþrótt. Það er andartaks einbeitingarleysi og það getur skilið á milli sigurs, jafnteflis og taps. Við áttum kannski tvö slík augnablik, örfá fleiri kannski, og fengum á okkur tvö mörk í kjölfarið. Þannig þetta er afskaplega dýrt. Mínar stelpur verða að gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn, annars fer sem fer."

Fannst þér þitt lið komast í góðar stöður nægilega oft sóknarlega?

„Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hérna úti í hornunum náðum við að mynda trekk í trekk stöður tveir á einn, tveir á tvo, einn á einn, til að valda usla. Það var uppleggið að vera ekkert að dæla krossum inn í þar sem þær eru með stóra hafsenta. Við ætluðum að spila á jörðinni og í krignum það. Mér fannst það takast afar vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Andri var spurður út í inn á köll frá bekkjunum í dag.

„Ég þekki nú Alfreð alveg ágætlega og þetta er hans stíll, kannski smitast maður eitthvað aðeins af honum. Það eru einmitt þessi köll, stundum finnst mér þau, köllin hjá þjálfurum, vera fullmikil og hafa fullmikil áhrif á dómarana. Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér. Þetta er parur af leiknum, Alfreð er tilfinningamaður á hliðarlínunni og ég líka. Ég skil alla þjálfara sem eru gargandi og gólandi," sagði Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner