Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 11. maí 2021 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkelsi, það er alltaf hundleiðinlegt að tapa leik. Sérstaklega þegar það er lagt svo mikið púður í leikinn," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn Selfossi í Boganum í kvöld.

„Stelpurnar reyndu hvað þær gátu og því miður dugði það ekki í dag."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Hvað var Andri ósáttur með í leik sinna leikmanna?

„Það eru þessi augnablik sem skipta svo miklu máli í þessari íþrótt. Það er andartaks einbeitingarleysi og það getur skilið á milli sigurs, jafnteflis og taps. Við áttum kannski tvö slík augnablik, örfá fleiri kannski, og fengum á okkur tvö mörk í kjölfarið. Þannig þetta er afskaplega dýrt. Mínar stelpur verða að gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn, annars fer sem fer."

Fannst þér þitt lið komast í góðar stöður nægilega oft sóknarlega?

„Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hérna úti í hornunum náðum við að mynda trekk í trekk stöður tveir á einn, tveir á tvo, einn á einn, til að valda usla. Það var uppleggið að vera ekkert að dæla krossum inn í þar sem þær eru með stóra hafsenta. Við ætluðum að spila á jörðinni og í krignum það. Mér fannst það takast afar vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Andri var spurður út í inn á köll frá bekkjunum í dag.

„Ég þekki nú Alfreð alveg ágætlega og þetta er hans stíll, kannski smitast maður eitthvað aðeins af honum. Það eru einmitt þessi köll, stundum finnst mér þau, köllin hjá þjálfurum, vera fullmikil og hafa fullmikil áhrif á dómarana. Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér. Þetta er parur af leiknum, Alfreð er tilfinningamaður á hliðarlínunni og ég líka. Ég skil alla þjálfara sem eru gargandi og gólandi," sagði Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner