
Sóknarmaðurinn Jón Arnar Barðdal átti stórgóðan leik þegar HK vann 7-1 sigur á KFS í Mjólkurbikar karla í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 7 - 1 KFS
Hann skoraði tvö mörk en hefði viljað skora fleiri. „Mér líður vel, það er gott að vinna og fínt að skora."
„Ég spilaði ágætlega en hefði getað sett svona fimm, sex mörk. Það er bara eins og það er. Það er fínt að ná að spila heilan leik eftir að hafa verið í sóttkví."
Hann var spurður að því hvort hann væri sáttur með sumarið hjá sér á fótboltavellinum.
„Nei, í raun og veru ekki. Ég byrja ágætlega en svo er ég búinn að detta niður. Vonandi getur maður fengið sjálfstraustið aftur í gang núna, og rifið sig eitthvað í gang."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir