Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 13. september 2024 23:36
Sölvi Haraldsson
Nik: Þær unnu leikinn
Kvenaboltinn
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara glaður að við náðum að vinna, þetta var ekki okkar besti leikur. Ég veit ekki afhverju það var en aðalatriðið var að við tókum þrjú stig í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var kannski ekki meira með boltann og að stýra leiknum þannig en þegar að þær fengu boltann sýndu þær gæðin.

Okkur leið vel. Varnarlega vorum við mjög flottar, þær sköpuðu ekkert af viti allan leikinn. Þegar við náðum að tengja saman litum við vel út, fyrstu mörkin sem við skorum spiluðum við frábærlega. Við áttum ekki nógu marga góða spilkafla í leiknum en það sýnir gæðin í liðinu. Þessir fáu spilkaflar nægðu í dag.

Nik segir að Samantha Smith hafi haft mjög jákvæð áhrif á liðið og þá einnig Kristín Dís.

Hún hefur haft góð áhrif á okkur og mun gera það í framhaldinu einnig. Það sama gildir með Kristínu Dís varnarlega sem hefur bætt varnarleikinn okkra til muna. Leikmennirnir sem komu inn á í leiknum gerðu gæfumuninn, þær unnu leikinn. Þær komu inn á og gerðu gífurlega vel, það var gott að fá ferskar lappir inn á.

Nik segir að þriðja markið hafi unnið leikinn.

Þriðja markið vann leikinn fyrir okkur því 2-0 staðan var alltaf smá tæp. Fjórða markið var mjög gott, góðir gæðaleikmenn sem gerðu gæfumuninn og unnu leikinn fyrir okkur.“

Er alltaf jafn skrítið að mæta gamla liðinu sínu?

Þetta er þriðji leikurinn minn við Þrótt á árinu, það er alltaf smá furðulegt að koma hingað. Það er alltaf smá stress frá mér að sjá fólkið hérna, það gerist í fótbolta. En við komum hingað og unnum leikinn.

Viðtalið við Nik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner