Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 13. september 2024 23:36
Sölvi Haraldsson
Nik: Þær unnu leikinn
Kvenaboltinn
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara glaður að við náðum að vinna, þetta var ekki okkar besti leikur. Ég veit ekki afhverju það var en aðalatriðið var að við tókum þrjú stig í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var kannski ekki meira með boltann og að stýra leiknum þannig en þegar að þær fengu boltann sýndu þær gæðin.

Okkur leið vel. Varnarlega vorum við mjög flottar, þær sköpuðu ekkert af viti allan leikinn. Þegar við náðum að tengja saman litum við vel út, fyrstu mörkin sem við skorum spiluðum við frábærlega. Við áttum ekki nógu marga góða spilkafla í leiknum en það sýnir gæðin í liðinu. Þessir fáu spilkaflar nægðu í dag.

Nik segir að Samantha Smith hafi haft mjög jákvæð áhrif á liðið og þá einnig Kristín Dís.

Hún hefur haft góð áhrif á okkur og mun gera það í framhaldinu einnig. Það sama gildir með Kristínu Dís varnarlega sem hefur bætt varnarleikinn okkra til muna. Leikmennirnir sem komu inn á í leiknum gerðu gæfumuninn, þær unnu leikinn. Þær komu inn á og gerðu gífurlega vel, það var gott að fá ferskar lappir inn á.

Nik segir að þriðja markið hafi unnið leikinn.

Þriðja markið vann leikinn fyrir okkur því 2-0 staðan var alltaf smá tæp. Fjórða markið var mjög gott, góðir gæðaleikmenn sem gerðu gæfumuninn og unnu leikinn fyrir okkur.“

Er alltaf jafn skrítið að mæta gamla liðinu sínu?

Þetta er þriðji leikurinn minn við Þrótt á árinu, það er alltaf smá furðulegt að koma hingað. Það er alltaf smá stress frá mér að sjá fólkið hérna, það gerist í fótbolta. En við komum hingað og unnum leikinn.

Viðtalið við Nik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner