mið 14. október 2020 21:13
Magnús Már Einarsson
Albert Guðmunds: Ekki vera að þessu Henry
Icelandair
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta var skemmtilegt. Belgarnir eru með fáránlega gott lið og það er ákveðin áskorun að spila á móti þeim," sagði Albert Guðmundsson í viðtali viðStöð 2 Sport eftir 2-1 tap gegn Belgum í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Mér fannst við gera þetta ágætlega. Við stóðum í þeim í 90 mínútur. Við hefðum kannski getað ógnað meira en meðan það er eins marks munur er þetta alltaf leikur."'

Albert var spurður út í eigin frammistöðu. Var hann sáttur við hana? „Já já. Ég er sáttur. Það er samt erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar og nær kannski ekki að búa til alveg nógu mikið."

Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Ronald De Boer lét Albert heyra það á dögunum fyrir að mæta með eyrnalokka í viðtal.

Albert var með eyrnalokka í viðtalinu á Stöð 2 Sport í kvöld og Henry Birgir Gunnarsson spurði út í það. „Þú kemur síðastur í viðtal, varstu svona lengi að setja í þig lokkana?" sagði Henry. „Ekki vera að þessu Henry," sagði Albert og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner