Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   lau 15. janúar 2022 15:27
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Stóð ekkert til að fara neitt annað en FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 4-5 fyrir ÍA í fyrsta leik FH á Fótbolta.net mótinu. Sigubjörn Hreiðarsson var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins á þessu ári búinn, hvernig leggst þetta í þig?

„Árið? Bara mjög vel, það leggst bara glæsilega í mig."

Ykkur tókst vel að skora í þessum leik en fenguð frekar mörg mörk á ykkur.

„Já það var ekki nógu góður heildarbragur á þessu, við náttúrulega skoruðum og fengum aragrúa af sénsum og möguleika til að búa til góða sénsa og skoruðum 4. Það á yfirleitt að duga til þess að vinna fótboltaleik en við fengum á okkur 5 og það voru mörk sem við vorum ekki nógu ánægðir með."

Máni Austmann er nýkominn til félagsins hvernig er planið að nota hann á tímabilinu?

„Já hann kemur bara inn í okkar hóp og svo er hann bara einn af leikmönnum FH og planið er bara að gera leikmenn betri en þeir eru. Það bara kemur í ljós hvernig úr því spilast."

Kristinn Freyr er líka kominn, hann hlýtur að spila stórt hlutverk?

„Kiddi er bara frábær leikmaður og kemur inn í þennan hóp bara eins og hinir og vonandi nær hann sér bara á strik með okkur. Frábær leikmaður."

Þú ert kominn aftur til starfa með Óla Jó, hvernig líst þér á það?

„Það er bara frábært. FH er náttúrulega einn af stærstu klúbbum landsins, frábær umgjörð og bara stór klúbbur. Það er bara heiður að fá að vera hér maður reynir bara að gera sitt besta. Það stóð ekkert til að fara neitt annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner