Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 15. janúar 2022 15:27
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Stóð ekkert til að fara neitt annað en FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 4-5 fyrir ÍA í fyrsta leik FH á Fótbolta.net mótinu. Sigubjörn Hreiðarsson var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins á þessu ári búinn, hvernig leggst þetta í þig?

„Árið? Bara mjög vel, það leggst bara glæsilega í mig."

Ykkur tókst vel að skora í þessum leik en fenguð frekar mörg mörk á ykkur.

„Já það var ekki nógu góður heildarbragur á þessu, við náttúrulega skoruðum og fengum aragrúa af sénsum og möguleika til að búa til góða sénsa og skoruðum 4. Það á yfirleitt að duga til þess að vinna fótboltaleik en við fengum á okkur 5 og það voru mörk sem við vorum ekki nógu ánægðir með."

Máni Austmann er nýkominn til félagsins hvernig er planið að nota hann á tímabilinu?

„Já hann kemur bara inn í okkar hóp og svo er hann bara einn af leikmönnum FH og planið er bara að gera leikmenn betri en þeir eru. Það bara kemur í ljós hvernig úr því spilast."

Kristinn Freyr er líka kominn, hann hlýtur að spila stórt hlutverk?

„Kiddi er bara frábær leikmaður og kemur inn í þennan hóp bara eins og hinir og vonandi nær hann sér bara á strik með okkur. Frábær leikmaður."

Þú ert kominn aftur til starfa með Óla Jó, hvernig líst þér á það?

„Það er bara frábært. FH er náttúrulega einn af stærstu klúbbum landsins, frábær umgjörð og bara stór klúbbur. Það er bara heiður að fá að vera hér maður reynir bara að gera sitt besta. Það stóð ekkert til að fara neitt annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner