Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 15. janúar 2022 15:27
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Stóð ekkert til að fara neitt annað en FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 4-5 fyrir ÍA í fyrsta leik FH á Fótbolta.net mótinu. Sigubjörn Hreiðarsson var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins á þessu ári búinn, hvernig leggst þetta í þig?

„Árið? Bara mjög vel, það leggst bara glæsilega í mig."

Ykkur tókst vel að skora í þessum leik en fenguð frekar mörg mörk á ykkur.

„Já það var ekki nógu góður heildarbragur á þessu, við náttúrulega skoruðum og fengum aragrúa af sénsum og möguleika til að búa til góða sénsa og skoruðum 4. Það á yfirleitt að duga til þess að vinna fótboltaleik en við fengum á okkur 5 og það voru mörk sem við vorum ekki nógu ánægðir með."

Máni Austmann er nýkominn til félagsins hvernig er planið að nota hann á tímabilinu?

„Já hann kemur bara inn í okkar hóp og svo er hann bara einn af leikmönnum FH og planið er bara að gera leikmenn betri en þeir eru. Það bara kemur í ljós hvernig úr því spilast."

Kristinn Freyr er líka kominn, hann hlýtur að spila stórt hlutverk?

„Kiddi er bara frábær leikmaður og kemur inn í þennan hóp bara eins og hinir og vonandi nær hann sér bara á strik með okkur. Frábær leikmaður."

Þú ert kominn aftur til starfa með Óla Jó, hvernig líst þér á það?

„Það er bara frábært. FH er náttúrulega einn af stærstu klúbbum landsins, frábær umgjörð og bara stór klúbbur. Það er bara heiður að fá að vera hér maður reynir bara að gera sitt besta. Það stóð ekkert til að fara neitt annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner