Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 15. janúar 2022 15:27
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Stóð ekkert til að fara neitt annað en FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 4-5 fyrir ÍA í fyrsta leik FH á Fótbolta.net mótinu. Sigubjörn Hreiðarsson var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins á þessu ári búinn, hvernig leggst þetta í þig?

„Árið? Bara mjög vel, það leggst bara glæsilega í mig."

Ykkur tókst vel að skora í þessum leik en fenguð frekar mörg mörk á ykkur.

„Já það var ekki nógu góður heildarbragur á þessu, við náttúrulega skoruðum og fengum aragrúa af sénsum og möguleika til að búa til góða sénsa og skoruðum 4. Það á yfirleitt að duga til þess að vinna fótboltaleik en við fengum á okkur 5 og það voru mörk sem við vorum ekki nógu ánægðir með."

Máni Austmann er nýkominn til félagsins hvernig er planið að nota hann á tímabilinu?

„Já hann kemur bara inn í okkar hóp og svo er hann bara einn af leikmönnum FH og planið er bara að gera leikmenn betri en þeir eru. Það bara kemur í ljós hvernig úr því spilast."

Kristinn Freyr er líka kominn, hann hlýtur að spila stórt hlutverk?

„Kiddi er bara frábær leikmaður og kemur inn í þennan hóp bara eins og hinir og vonandi nær hann sér bara á strik með okkur. Frábær leikmaður."

Þú ert kominn aftur til starfa með Óla Jó, hvernig líst þér á það?

„Það er bara frábært. FH er náttúrulega einn af stærstu klúbbum landsins, frábær umgjörð og bara stór klúbbur. Það er bara heiður að fá að vera hér maður reynir bara að gera sitt besta. Það stóð ekkert til að fara neitt annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner