Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 15. janúar 2022 15:27
Haraldur Örn Haraldsson
Bjössi Hreiðars: Stóð ekkert til að fara neitt annað en FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði 4-5 fyrir ÍA í fyrsta leik FH á Fótbolta.net mótinu. Sigubjörn Hreiðarsson var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins á þessu ári búinn, hvernig leggst þetta í þig?

„Árið? Bara mjög vel, það leggst bara glæsilega í mig."

Ykkur tókst vel að skora í þessum leik en fenguð frekar mörg mörk á ykkur.

„Já það var ekki nógu góður heildarbragur á þessu, við náttúrulega skoruðum og fengum aragrúa af sénsum og möguleika til að búa til góða sénsa og skoruðum 4. Það á yfirleitt að duga til þess að vinna fótboltaleik en við fengum á okkur 5 og það voru mörk sem við vorum ekki nógu ánægðir með."

Máni Austmann er nýkominn til félagsins hvernig er planið að nota hann á tímabilinu?

„Já hann kemur bara inn í okkar hóp og svo er hann bara einn af leikmönnum FH og planið er bara að gera leikmenn betri en þeir eru. Það bara kemur í ljós hvernig úr því spilast."

Kristinn Freyr er líka kominn, hann hlýtur að spila stórt hlutverk?

„Kiddi er bara frábær leikmaður og kemur inn í þennan hóp bara eins og hinir og vonandi nær hann sér bara á strik með okkur. Frábær leikmaður."

Þú ert kominn aftur til starfa með Óla Jó, hvernig líst þér á það?

„Það er bara frábært. FH er náttúrulega einn af stærstu klúbbum landsins, frábær umgjörð og bara stór klúbbur. Það er bara heiður að fá að vera hér maður reynir bara að gera sitt besta. Það stóð ekkert til að fara neitt annað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir