29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 15. apríl 2025 20:32
Anton Freyr Jónsson
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Kvenaboltinn
Berglind Björg gékk í raðir Breiðablik fá Val í vetur.
Berglind Björg gékk í raðir Breiðablik fá Val í vetur.
Mynd: Breiðablik

„Frábær sigur og ég er virkilega ánægð sérstaklega með fyrri hálfleik." sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Breiðablik en Breiðablik hóf titilvörn sína með frábærum 6-1 sigri á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar kvenna


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Stjarnan

,,Það voru allir mjög spenntir að byrja þetta mót og við settum nokkur mörk í fyrri hálfleik sem var bara frábært."

„Planið var náttúrulega að klára þær alveg í seinni hálfleik en eins og ég segi var seinni hálfleikurinn pínu sloppý hjá okkur og mjög hægur leikurinn, við vorum ekki að gera þetta nægilega vel en að sama skapi vorum við bara fínar og kláruðum þetta og það er það eina sem skiptir máli."

Berglind Björg var á skótskónnum í dag og skoraði tvö mörk. Er hún með eitthvað markmið í markaskorun fyrir komandi tímabil í sumar?

„Nei í rauninni ekki, bara að við séum að vinna leiki og gengur vel og hafa gaman að þessu." sagði Berglind létt í lokin.

Athugasemdir
banner
banner