Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 15. ágúst 2016 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Oliver: Kóngurinn í markinu sagði mér að skjóta
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Oliver lagði upp fyrra mark Breiðabliks og skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Við vildum koma sterkari til baka eftir ömurlegan leik síðast og við sýndum það í dag að við töpum ekki alltaf fyrir þeim svokölluðu slakari liðum. Þetta var mikilvægur sigur í dag og fínasta spilamennska," sagði Oliver eftir leikinn.

„Við erum búnir að byrja vel í mörgum leikjum í sumar og það hefur oft komið lægð, en við náðum að halda í dag þó við getum bætt okkur síðustu 20 mínúturnar."

Oliver skoraði magnað aukaspyrnumark og var að vonum ánægður með það.

„Það er aldrei leiðinlegt að hitta hann svona, ég sá að Arnar Darri var svolítið miðsvæðis. Það er eiginlega ekki hægt að fá þennan bolta til að droppa, þeir fljúga bara beint upp allan tímann. Flest aukaspyrnumörk í sumar eru í markmannshornið og ég ákvað bara að setja hann þar og hann fór svolítið vel upp í sammann þessi, sem var mjög gott," segir Oliver, en hann var viss um að hann myndi skora.

„Ég vissi það allan tímann. Ég sagði við Daniel (Bamberg) að ég væri að fara að setja hann og hann leyfði mér það. Það var eins og það var," sagði Oliver, en hann reyndi síðan aðra aukaspyrnu af enn lengra færi stuttu síðar.

„Ég sagði við Daniel að nú mætti ég gera meira og skjóta þarna af 40 metrunum. Ég hugsaði bara "why not" og kóngurinn í markinu hinu megin sagði mér að skjóta. Maður hlustar þegar reynslubolti talar."

Oliver hrósaði Viktori Erni Margeirssyni eftir leikinn, en hann kom sterkur inn í byrjunarliðið í dag í fjarveru Damirs Muminovic.

„Hann er auðvitað búinn að vera mjög pirraður í sumar að hafa ekkert fengið að spila neitt og skiljanlega, ég skil hann 100% því hann er rugl góður í fótbolta. Hann er líka góður vinur með góðan talanda og mjög góður "leader". Það er frábært að fá hann inn og við erum með þrjá klikkað góða miðverði," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner