Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mið 15. september 2021 23:44
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Snýst núna bara um leikinn mikilvæga á sunnudag
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í þessum leik vera alveg til fyrirmyndar. Þvílík baráttugleði og vinnusemi, fínn fótbolti sem við reyndum að spila. Við fengum ekki mörg færi á okkur í þessum leik en fengum sjálfir urmul af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir svekkjandi tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í leiknum, mörg tækifæri fóru forgörðum og þar á meðal vítaspyrna. Markið sem réði úrslitum að lokum var sjálfsmark í upphaf framlengingarinnar.

„Ég er aðallega ánægður með frammistöðu liðsins og það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá svona jákvæðan leik."

Bikardraumurinn er því úti hjá Fylki og nú er bara markmiðið að ná að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni. Fylkir er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og leikur hrikalega mikilvægan leik gegn ÍA á sunnudaginn.

„Við reynum að jafna okkur fyrir sunnudaginn og vera eins ferskir og hægt er. Þetta snýst bara um það núna. Það hefur verið meiðslapakki hérna. Við hvíldum Helga Val (Daníelsson) hér í dag, Raggi (Sig) er meiddur og við sjáum til hvort hann geti spilað á sunnudag, Djair er horfinn á brott. Við höfum misst út öfluga leikmenn en það eru margir frábærir leikmenn til staðar eins og sást í dag,"

Rúnar Páll samdi út tímabilið og ætlar að reyna að bjarga liðinu frá falli. Ef niðurstaðan verður fall, gæti hann skoðað það að vera samt áfram í Árbænum?

„Já já, ég skoða það. Þetta er frábær klúbbur sem ég er að kynnast núna. Það er gott að vera hérna, góðir leikmenn og flott í kringum liðið. Ég gæti alveg hugsað mér það."
Athugasemdir