Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mið 15. september 2021 23:44
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Snýst núna bara um leikinn mikilvæga á sunnudag
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í þessum leik vera alveg til fyrirmyndar. Þvílík baráttugleði og vinnusemi, fínn fótbolti sem við reyndum að spila. Við fengum ekki mörg færi á okkur í þessum leik en fengum sjálfir urmul af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir svekkjandi tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í leiknum, mörg tækifæri fóru forgörðum og þar á meðal vítaspyrna. Markið sem réði úrslitum að lokum var sjálfsmark í upphaf framlengingarinnar.

„Ég er aðallega ánægður með frammistöðu liðsins og það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá svona jákvæðan leik."

Bikardraumurinn er því úti hjá Fylki og nú er bara markmiðið að ná að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni. Fylkir er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og leikur hrikalega mikilvægan leik gegn ÍA á sunnudaginn.

„Við reynum að jafna okkur fyrir sunnudaginn og vera eins ferskir og hægt er. Þetta snýst bara um það núna. Það hefur verið meiðslapakki hérna. Við hvíldum Helga Val (Daníelsson) hér í dag, Raggi (Sig) er meiddur og við sjáum til hvort hann geti spilað á sunnudag, Djair er horfinn á brott. Við höfum misst út öfluga leikmenn en það eru margir frábærir leikmenn til staðar eins og sást í dag,"

Rúnar Páll samdi út tímabilið og ætlar að reyna að bjarga liðinu frá falli. Ef niðurstaðan verður fall, gæti hann skoðað það að vera samt áfram í Árbænum?

„Já já, ég skoða það. Þetta er frábær klúbbur sem ég er að kynnast núna. Það er gott að vera hérna, góðir leikmenn og flott í kringum liðið. Ég gæti alveg hugsað mér það."
Athugasemdir
banner
banner