Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 15. september 2021 23:44
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Snýst núna bara um leikinn mikilvæga á sunnudag
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í þessum leik vera alveg til fyrirmyndar. Þvílík baráttugleði og vinnusemi, fínn fótbolti sem við reyndum að spila. Við fengum ekki mörg færi á okkur í þessum leik en fengum sjálfir urmul af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir svekkjandi tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í leiknum, mörg tækifæri fóru forgörðum og þar á meðal vítaspyrna. Markið sem réði úrslitum að lokum var sjálfsmark í upphaf framlengingarinnar.

„Ég er aðallega ánægður með frammistöðu liðsins og það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá svona jákvæðan leik."

Bikardraumurinn er því úti hjá Fylki og nú er bara markmiðið að ná að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni. Fylkir er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og leikur hrikalega mikilvægan leik gegn ÍA á sunnudaginn.

„Við reynum að jafna okkur fyrir sunnudaginn og vera eins ferskir og hægt er. Þetta snýst bara um það núna. Það hefur verið meiðslapakki hérna. Við hvíldum Helga Val (Daníelsson) hér í dag, Raggi (Sig) er meiddur og við sjáum til hvort hann geti spilað á sunnudag, Djair er horfinn á brott. Við höfum misst út öfluga leikmenn en það eru margir frábærir leikmenn til staðar eins og sást í dag,"

Rúnar Páll samdi út tímabilið og ætlar að reyna að bjarga liðinu frá falli. Ef niðurstaðan verður fall, gæti hann skoðað það að vera samt áfram í Árbænum?

„Já já, ég skoða það. Þetta er frábær klúbbur sem ég er að kynnast núna. Það er gott að vera hérna, góðir leikmenn og flott í kringum liðið. Ég gæti alveg hugsað mér það."
Athugasemdir
banner