Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 15. september 2021 23:44
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Snýst núna bara um leikinn mikilvæga á sunnudag
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í þessum leik vera alveg til fyrirmyndar. Þvílík baráttugleði og vinnusemi, fínn fótbolti sem við reyndum að spila. Við fengum ekki mörg færi á okkur í þessum leik en fengum sjálfir urmul af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir svekkjandi tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í leiknum, mörg tækifæri fóru forgörðum og þar á meðal vítaspyrna. Markið sem réði úrslitum að lokum var sjálfsmark í upphaf framlengingarinnar.

„Ég er aðallega ánægður með frammistöðu liðsins og það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá svona jákvæðan leik."

Bikardraumurinn er því úti hjá Fylki og nú er bara markmiðið að ná að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni. Fylkir er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og leikur hrikalega mikilvægan leik gegn ÍA á sunnudaginn.

„Við reynum að jafna okkur fyrir sunnudaginn og vera eins ferskir og hægt er. Þetta snýst bara um það núna. Það hefur verið meiðslapakki hérna. Við hvíldum Helga Val (Daníelsson) hér í dag, Raggi (Sig) er meiddur og við sjáum til hvort hann geti spilað á sunnudag, Djair er horfinn á brott. Við höfum misst út öfluga leikmenn en það eru margir frábærir leikmenn til staðar eins og sást í dag,"

Rúnar Páll samdi út tímabilið og ætlar að reyna að bjarga liðinu frá falli. Ef niðurstaðan verður fall, gæti hann skoðað það að vera samt áfram í Árbænum?

„Já já, ég skoða það. Þetta er frábær klúbbur sem ég er að kynnast núna. Það er gott að vera hérna, góðir leikmenn og flott í kringum liðið. Ég gæti alveg hugsað mér það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner